Sjómenn sárir og reiðir

31.Desember'09 | 10:23
Mikill hiti var í mönnum á samstarfsfundi Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Að sögn forsvarsmanna félaganna mættu um 100 manns á fundinn, sem boðaður var með stuttum fyrirvara.
Þeir Bergur Kristinsson, formaður Verðandi og Valmundur Valmundsson, formaður Jötuns, segja að sjómenn séu reiðir stjórnvöldum og krafa fundarmanna á fundinum hafi verið, að öll sjómannafélög landsins og útvegsmenn sneru bökum saman gegn þeim sem vilja afnám sjómannaafsláttarins, 5% álag á útfluttan ferskfisk og fyrningu aflaheimilda.

„Ríkisstjórn Íslands er búin að setja sjávarútveginn í uppnám, sjómenn eru sárir, reiðir og finnst sem þeir séu sviknir. Að svíkja fólk er ávísun á það að það fólk sem svikið er svari fyrir sig. Fundarmenn voru sammála um það að tugir milljarðar hefðu tapast fyrir íslenska þjóð vegna fávísí ríkisstjórnar Íslands á sjávarútvegsmálum," segir í tilkynningu frá þeim Bergi og Valmundi.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.