Bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári

29.Desember'09 | 15:06

Björgunarfélag Flugeldar

Nú líður að því eyjamenn skjóti upp gamla árinu og fagni því nýja og eins og alltaf standa félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja vaktina og selja flugelda í húsnæði sínu á Faxastíg.
Eyjar.net heyrði í Adólf Þórssyni formanni Björgunarfélags Vestmannaeyja og spurðum við hann út í flugeldasöluna.

"Hún er undirstaða fyrir rekstur félagsins og allt starf á hennar vegum. Svo sem rekstur á björgunarbátnum Þór og allt nýliðastarf á vegum Björgunarfélagsins. Félagið treystir á þessa fjáröflunarleið og hafa bæjarbúar staðið þétt að baki okkur og erum við þakklátir fyrir stuðning þeirra á hverju ári Félagsmenn BV eru ávallt viðbúnir alla daga ársins, allan sólarhringinn og treysta því á stuðning bæjarbúa"


Líkt og undanfarin ár verður BV með flugeldaratleik í samstarfi við jólarásina fm 104.7 á gamlársdag.

Áramótabrenna og flugeldasýning verður í samstarfi við ÍBV verður við hásteinsvöll á gamlársdag kl: 17.00

Opnunartími flugeldasölunnar má finna hér að neðan:

Þriðjudaginn 29. des 13 - 21
Miðvikudaginn 30. des 10 - 21
Fimmtudaginn 31. des 09 - 16

Þrettándinn:
Föstudaginn 8. jan 13 - 19

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is