Maður um tvítugt handtekinn eftir að hann hafði gert tilraun til að slá lögreglumann

28.Desember'09 | 11:53

Lögreglan,

Jólahelgin fór ágætlega fram og engin alvarleg mál sem komu inn á borð lögreglu.  Lögreglan þuftir að hafa afskipti af fólki í heimahúsum vegna kvartana um hávaða en annars fór allt sómasamlega fram.  Eitthvað var um pústra við skemmtistaði bæjarins en engar kærur liggja fyrir og ekki um alvarlega áverka að ræða.
Aðfaranótt aðfangadags var maður um tvítugt handtekinn eftir að hann hafði gert tilraun til að slá lögreglumann og fékk hann að gista fangageymslur lögreglu þar til víman rann af honum, en hann var undir áhrifum áfengis. Tildrög afskipta lögreglu var að hann hafði gengið berserksgang á heimili foreldra sinna og m.a. hent niður jólatré. Varð viðkomandi ósáttur við aðkomu lögreglu og gerði tilraun til að slá lögreglumann sem ætlaði að ræða við hann. Að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu, laust fyrir hádegi á aðfangadag var maðurinn frjáls ferða sinna.

Á Þorláksmessu var ökumaður bifreiðar sektaður fyrir að draga tvo menn á snjóbrettum eftir Friðarhafnarbryggju. Þarna var um hættulegan leik að ræða sem hefði getað endað með slysi enda er svona háttsemi óheimil.

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum óska bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og hvetur fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr um áramótin. Sérstaklega er rétt að benda fólki á að fara gætilega með skotelda og fara eftir þeim leiðbeiningum sem á þeim eru bæði varðandi meðferð og aldur þeirra sem mega nota þá.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.