Hoffman með tónleika í Kiwanis 30.desember

28.Desember'09 | 07:56

Hoffman

Hljómsveitin Hoffman og Kiwanis klúbburinn Helgafell munu standa fyrir tónleikum í Kiwanishúsinu í eyjum miðvikudaginn 30.des og munu Hoffman liðar taka efni af sinni nýjustu plötu "your secrets are safe with us" í bland við eldra efni.

Platan hefur fengið frábærar viðtökur og nýverið í fékk platan eftirfarandi dóm í Morgunblaðinu:

"Hoffman - your secrets are safe wit us, stjörnugjöf 3,5 / 5.
Fimm ár eru liðinn frá því að Vestmannaeyjasveitin (sem gerir í dag út frá Reykjavík) sendi frá sér plötuna "bad seeds". Óhætt er að segja að þessi plata beri með sér miklar framfarir og metnaðurinn er auðheyranlega mikill. Rokkið er geysiþétt, hörkulegt og rífandi og með smekklegum útúrdúrum inn á milli. Greina má nett Placeboáhrif og jafnframt strauma frá nýbylgjunni kuldalegu sem einkenndi upphaf níunda áratugarins (Cure et al).
Eini lösturinn er að rennslið verður fulleinsleitt þegar fram í sækir.

Arnar Eggert, morgunblaðið 22/12/09."

Húsið opnar 21:00 og kostar 1.000 kr á tónleikana.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.