Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni

22.Desember'09 | 10:41

Lögreglan,

Það var öllu meira að gera hjá lögreglu í vikunni sem leið en á undanförnum vikum bæði við að sinna verkefnum er tengjast ölvun og útköllum vegna þess hvassviðris sem gekk yfir Eyjarnar um helgina.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglu í vikunni en aðfaranótt 16. desember sl. var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á veitingastaðnum Lundanum. Þarna höfðu tveir menn ráðist á þann þriðja sem kom alblóðugur út frá þessum átökum. Árásarmennirnir voru handteknir og fengu að gista fangageymslu þar til víman var runnin af þeim. Ekki reyndust áverkarnir sem sá sem ráðist var á alvarlegir og hlaut hann ekki varnalegan skaða af.

Aðfaranótt 19. desember sl. höfðu lögreglumenn afskipti af manni sökum ölvunar hans með það í huga að koma honum til aðstoðar. Hann brást hins vegar þannig við að hann sló til eins af lögreglumönnunum sem voru að aðstoða hann, án þess þó að lögreglumaðurinn hlaut skaða af. Vegna ungs aldurs var viðkomandi ekki færður í fangageymslu heldur var haft samband við föður hans sem kom á lögreglustöðina og sótti hann.

Þann 16. desember sl. var tilkynnt um vinnuslys við löndun um borð í Brynjólfi VE. Þarna hafið kar sem var fullt af fiski fallið á hliðina með þeim afleiðingum að það lenti á manni sem var að vinna við löndunina. Viðkomandi mun hafa hlotið áverka á andliti og brjóstkassa.

Aðfaranótt 18. desember sl. var lögreglu tilkynnt um reyk frá íbúða við Brekastíg. Við athugun reyndist húsráðandinn hafa ætlað að elda sér rækjur en sofnað út frá eldamennskunni. Ekkert tjón varð af völdum elds en nokkur reykur kom upp frá pottinum. Slökkviliðið var kallað út og reykræsti það íbúðina.

Þar sem nú líður að jólum óska lögreglumenn í Vestmannaeyjum bæjarbúum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og hvetur til hógværðar í neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.