Um 138 milljónir í framkvæmdir á safnasvæðum Vestmannaeyja

21.Desember'09 | 08:22

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og í henni er gert ráð fyrir miklum framkvæmdum á vegum sveitafélagsins.
Meðal framkvæmda er mikil uppbygging á safnasvæðum Vestmannaeyja á næsta ári.
Búið er að ganga frá kaupum á norðurhluta og efrihæðar húsnæðis Miðstöðvarinnar og gert er ráð fyrir því að Sæheimar muni flytja þangað. Gert er ráð fyrir því að hönnun á húsnæðinu hefjst á fyrrihluti ársins 2010 og framkvæmdir færu í gangi í lok árs 2010. Áætlað fjármagn í þetta verkefni eru 50 milljónir á árinu 2010.

Núverandi safnahús sem stefnt er að því að þróa í átt að sagnheimum hefur verulega látið á sjá á seinustu árum og mikilvægt að ráðast í verulegar framkvæmdir utan húss sem innan. Fyrir liggur að skipta þarf um flesta glugga, klæða húsið og skipta um þak. Húsið er hinsvegar í eigu Fasteignar hf. Og standa viðræður nú yfir vegna kostnaðarskiptingar og niðurstaða liggur ekki enn fyrir. Gert er ráð fyrir því að heildarfjármagn í þessar framkvæmdir á árinu 2010 verði 50 milljónir.

Áætlað er setja 23 milljónir í að endurgera og hanna sögusýningu Sagnheima. Sýningin sem þar er stendur ekki lengur undir þeim kröfum sem eðlilegt er að gera til slíkra sýninga. Töluverð bragabót hefur verið gerð nú þegar á sýningarrýminu en betur má ef duga skal. Mikilvægt er að safnið leggi áherslu á að sérhæfa sig í því sem snýr að sögu Vestmannaeyja, þar með talið útgerðarsögunni og mannlífi og menningu. Sérstaka áherslu þarf að leggja á það sem einstakt er fyrir Vestmannaeyjar svo sem Tyrkjaránið, nýting bjargfugls og fl. Með ofangreindu framlagi opnast möguleiki til slíkrar sérhæfingar.

Breyta þarf aðkomunni að svæði Eldheima og búa þannig um hnútana að svæðið valdi ekki óþægindum fyrir nágranna, þar með talið að hefta fok. Gert er ráð fyrir því að 15 milljónir fari í framkvæmdir á Eldheimasvæðinu á árinu 2010.

Vestmannaeyjabæjar leggur Sigurgeir ljósmyndara ehf till fjármögnun upp á 600.000 krónum á næsta ári. Sú fjárhæð er til þess að mæta þeim niðurskurði sem kemur í þeirri fjárhæð sem að fjárlaganefnd hefur lagt félaginu til á síðustu árum. Með þessu framlagi er hægt að halda áfram þeirri frábæru starfssemi sem að unnin er hjá Sigurgeir ljósmyndara ehf.

Samtals fara því 138.600.000 krónur í þennan málaflokk á næsta ári.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.