Framhald af síðustu grein (vegna athugasemda um Bakkafjöru)

21.Desember'09 | 12:54

Goggi gella

Vegna anna á sjónum alla þessa viku hafði ég ekki tíma til að svara athugasemdum við síðustu færslu, sem að beindust fyrst og fremst að Bakkafjöru og ætla ég því að svara því með nýrri grein og taka stöðuna eins og ég sé hana í dag, en ég vil taka það skýrt fram að ég er alls ekki í neinni baráttu gegn Bakkafjöru og vona svo sannarlega að hún verði lyftistöng fyrir Eyjarnar.
Hvort innsiglingin í Bakkafjöru verður eitthvað verri heldur en í Þorlákshöfn er eitthvað sem enginn veit, en við verðum bara að vona það besta. En ef við skoðum stöðuna, þá var lagt upp með það á sínum tíma að Bakkafjara væri númer eitt, styttri sigling sem er vissulega rétt, svo framalega sem það sé fært. Númer tvö, að þessi leið væri hættuminni heldur en hin langa sigling til Þorlákshafnar, sem er vissulega rétt en miðað við að 90 % farþega eru að fara á höfuðborgarsvæðið, þá er Bakkafjara svo sannarlega mun verri kostur og sennilega það mikið verri kostur að það er ekki mælanlegt. Í þriðja lagi var talað um lægri fargjöld, en miðað við stöðuna á ríkiskassanum í dag, þá er nokkuð ljóst að svo verði ekki og nokkuð augljóst, miðað við síðustu bensín og olíuhækkanir að með Bakkafjöru þá muni það kosta okkur eyjamenn að öllum líkindum helmingi meira að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu. Inni í þessum tölum eru að sjálfsögðu ekki öll þau störf sem munu vera lögð niður vegna styttri siglingar, en nú þegar höfum við fengið nasasjónir af því. Eitt enn, við sjáum reglulega myndir af uppgræðslu af svæðinu við Bakkafjöru, en við þurfum ekki nema að horfa til lands þegar hvassar landáttir eru, til þess að sjá það með eigin augum, hversu litlu sú uppgræðsla breytir varðandi sand og moldrok í Bakkafjöru og eitt enn, ég minni á orð Gísla Viggóssonar sem svar við spurningu sem hann fékk í Höllinni á sínum tíma: "Það verður aldrei hægt að nota núverandi Herjólf í Landeyjarhöfn." En nú hefur hins vegar verið ákveðið að nota hann samt.

Varðandi það sjónarmið sem við ítrekað höfum séð koma fram hjá bæjarstjórninni í Vestmannaeyjum, þá er það einfaldlega staðreynd að því oftar sem bæjarstjórinn segir að Bakkafjara verði mikil lyftistöng fyrir Vestmannaeyjar, sem að við að sjálfsögðu vonum öll, þá munu fleiri trúa því. Þetta er ekki ósvipað og með útrásarvíkingana sem sögðu öllum, beint og óbeint, að þeir væru algjörir snillingar það oft að við fórum að trúa því, þó að við vissum betur. Vonandi verður Bakkafjara ekki sambærilegt klúður og þar.

Varðandi undirskriftarsöfnun um Icesave, þá fékk ég sms frá Indefence hópnum, þar sem skorað var á mig að skrifa undir hjá þeim, sem ég hef ekki gert og mun ekki gera, enda staðfestir það það sem ég sagði í grein minni, það eru ákveðnir flokkar sem eru núna í minnihluta að reyna að nota þetta Icesave í einhvers konar pólitískri refskák, en hvernig niðurstaðan og afleiðingarnar af þessum samningum verða, því er einfaldlega hægt að svara með því að segja: Nei, við viljum ekki borga. Núverandi meirihluti hins vegar mun þurfa að svara fyrir sínar ákvarðanir á þessu máli í næstu kosningum.

Meira seinna.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is