Skemmdir vegna óveðurs í Eyjum

20.Desember'09 | 10:50
Mjög slæmt veður er nú í Vestmannaeyjum. Lögregla hefur þurft að sinna nokkrum útköllum vegna veðursins, sem hefur farið versnandi í morgun. Fiskikar fauk á bíl nú í morgun og braut í honum rúðu og skemmdi. Þá fauk vinnupallur niður, án þess að skemma nokkuð þó. Einnig fauk hraðbátur af kerru og skemmdist.
Lögreglan beinir því þeim tilmælum til fólks að festa, eða ganga tryggilega frá hlutum sem það veit að eru lausir utandyra og gætu farið af stað. Gengur vindurinn á með sterkum hviðum.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.