350.000 krónur í afreksmannastyrki í ár

17.Desember'09 | 08:48

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Fjölskyldu- og tómstundaráð fundaði í gær og að venju voru tekin fyrir hin ýmsu mál enda svið ráðsins vítt og breitt. M.a. var rætt um afreksmannastyrki Vestmannaeyjabæjar sem veittir eru árlega til íþróttafólks í Vestmannaeyjum.
Í ár eru fáar umsóknir og samþykkir Fjölskyldu- og tómstundaráð að greiddar verði út 350.000 kr í afreksstyrki. Ráðið felur íþróttafulltrúa og framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að endurskoða reglur Vestmannaeyjabæjar vegna afreksstyrkja og viðurkenninga til íþróttafólks í Vestmannaeyjum.

Að auki samþykkir ráðið að greiða til viðbótar sem nemur 1 milljón af fjárheimild 2009 til barna- og unglingastarfs íþróttafélaga. Greitt verður eftir sama hlutfalli og rekstrarstyrkir til félaga sem greiddir voru út fyrr á árinu.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.