Mun vonandi ákveða mig fyrir áramótin

16.Desember'09 | 07:57

Margrét Lára

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur enn ekki fengið bót meina sinna en hún hefur átt við meiðsli að stríða í vöðvum aftan í báðum lærunum. Hún hefur hitt fjölda lækna, bæði hér heima og í Svíþjóð, en enn ekki fengið viðundandi svör.
„Það er í raun ekkert nýtt að frétta af þessu máli. Þetta er bara enn í skoðun og vinnslu," sagði Margrét Lára við Fréttablaðið í gær. „Nú er ég bara komin heim í jólafrí og ætla að reyna að slaka á."

Hún hefur enn ekki ákveðið hvar hún muni spila á næstu leiktíð en henni standa margir kostir til boða. Hún hefur ekki áhyggjur af því að hún sé að falla á tíma. „Nei, ég held ekki. Það getur vel verið að meiðslin séu vegna álags og þá verði ég bara að hvíla. Ég reyni því að vinna undir sársaukamörkum og sjá hvað það gefur mér. Ég hef annars litlar áhyggjur af næsta tímabili. Það getur vel verið að ég missi eitthvað af undirbúningstímabilinu en ég stefni á að vera orðin klár í slaginn með vorinu þegar nýtt tímabil hefst."

Margrét Lára lék fyrst með Linköping og svo Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í sumar og getur vel hugsað sér að halda áfram hjá síðarnefnda félaginu.

„Mér leið mjög vel þar og mér finnst ef til vill líka að ég hafi enn eitthvað að sanna í Svíþjóð. En ég hef líka fengið boð frá félögum í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Noregi sem ég er mjög spennt fyrir. Freistingarnar eru margar og þetta getur því verið flókið. Ég hef verið að skoða þessi mál og fara yfir það sem er í boði. Aðalmálið er þó að ná mér góðri og halda mér í standi fram að næsta tímabili."

Hún stefnir þó að því að vera búin að ákveða sig fyrir áramót svo hún hafi tíma til að koma sér fyrir.
„En það eru þrjár góðar vikur fram að áramótum og þangað til ætla að ég vera í góðu yfirlæti á besta stað í heimi - Vestmannaeyjum. Hér er frábært að vera og ég vona að sjávarloftið geri mér svo gott að það lækni meiðslin."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.