Leið 3 kostar 70 milljón krónum meira en áður samþykkt leið 2

15.Desember'09 | 11:16

Vestmannaeyjahöfn

Framkvæmda- og hafnarráð fundaði í gær og eins og eyjar.net birti á föstudaginn var m.a. rætt á fundinum þá staðreynd að leið 2 varðndi upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar væri ekki fær.
Lögð var fram greinargerð starfshóps dags. 3.des. 2009 um endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar þar sem fram kemur að leið 2 uppfyllir ekki þær kröfur sem gerðar eru til upptökumannvirkjanna vegna þyngdardreyfingar fiskiskipa sem mannvirkjunum er ætlað að þjóna. Aftur á móti uppfyllir leið 3 þær kröfur skv. útreikningum John R Berry frá Berry Conculting Inc.
Með hliðsjón af ofanrituðu samþykkir Framkvæmda- og hafnarráð að gera ráð fyrir 70 milljón króna kostnaðarauka vegna endurbyggingar upptökumannvirkja og fer þá áætlaður heildarkostnaður í kr. 370 milljónir skv. áætlun m.v. leið 3. Gert verði ráð fyrir ofangreindu við afgreiðslu fjárhagsáætlunar hafnarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 2010 við síðari umræðu í Bæjarstjórn 17. desember n.k.


Gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar 2010

Ólafur M Kristinsson hafnarstjóri lagði fram tillögu að gjaldskrá Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2010.
Framkvæmda og hafnarráð samþykkir að aflagjald verði áfram 1,28% af heildarverðmæti en hámarksgjald hækki í 4200 kr. pr. tonn. Sorpgjald hækki um 10% og önnur gjöld hafnarinnar hækki um 10% frá 1. janúar 2010. Ofangreindar breytingar eru í samræmi við fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar sem samþykkt var við fyrri umræðu í Bæjarstjórn 3.desember sl. en Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti hana 30. nóvember sl.


Verklegar framkvæmdir Vestmannaeyjabæjar 2009

Farið var yfir greinargerð dags. 11 des. 2009 vegna stöðu framkvæmda við útisvæði og upplýsingar um kostnað við endurbætur á búningsklefum sundlaugar.
Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að leggja til við bæjarráð að eftirtaldar breytingar verði gerðar á fjárveitingum til verklegra framkvæmda 2009.
31-121 Útisvæði við Íþróttamiðstöð og endurnýjun búningsklefa áætlun 230 millj. kr. - viðbótarfjárveiting kr. 50 millj. kr. samtals 280 millj. kr.
31-150 Viðbygging við Safnahúsið - hluti af menningarhúsi - " 15 millj. kr. - lækkun fjárveitingar um kr. 10 millj. Eftir standa á liðnum 5 millj. kr.
41-112 Endurbætur og viðgerðir á upptökumannvirkjum Vm.hafnar 50 millj. kr. - lækkun fjárveitingar um kr. 10 millj. Eftir standa á liðnum 40 millj. kr.
Eignfærður stofnkostnaður v/verklegra framkvæmda - 30 millj.kr. - lækkun fjárveitingar um kr. 30 millj., eftir standa 0 kr.
Ofangreint hefur ekki í för með sér breytingar á niðurstöðutölum vegna þessara framkvæmdaliða á árinu 2009.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.