Leið 2 hentar ekki skipastærð eyjaflotans

11.Desember'09 | 08:43

Vestmannaeyjahöfn

Komið hefur í ljós að svokölluð leið 2 sem átti að fara varðandi upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar hentar ekki skipastærð eyjaflotans og verður sú leið endurskoðuð í framhaldinu.
Eyjar.net hafði samband við Ólaf Snorrason framkvæmdastjóra Umhverfis- og skipulagssviðs og staðfesti hann það að leið 2 gengi ekki. Málið verður tekið upp á fundi Framkvæmda- og hafnarráðs næstkomandi mánudag.

Á fundi ráðsins 2.nóvember síðasliðinn eru eftirfarandi orð í fundargerð ráðsins þar sem fjallað er um leið 2:
"Sigurður Áss Grétarsson forstöðumaður hafnarsviðs og Jón Bernódusson skipaverkfræðingur hjá Siglingastofnun fóru yfir niðurstöður mælinga og úttekt Siglingastofnunar notagildi leiðar 2 varðandi endurbætur á upptökumannvirkjum Vestmannaeyjahafnar. Í máli þeirra kom fram að leið 2 sem framvæmda- og hafnaráð bað þá um að skoða sérstaklega er fullkomlega fær til að lyfta þeirri skipastærð í Eyjaflotanum sem fyrri áætlun gerði ráð fyrir."

Bæði Framkvæmda- og hafnarráð og Bæjarstjórn Vestmannaeyja höfðu bæði samþykkt svokallaða leið 2 en nú þarf að endurskoða hana þar sem hún hentar ekki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.