Hugins menn heimsóttu Siglingastofnun

9.Desember'09 | 11:57

Huginn

Á laugardaginn heimsótti líkanstöð Siglingastofnunar 60 manna hópur frá útgerðarfyrirtækinu Hugin frá Vestmannaeyjum. Fyrirtækið rekur fjölveiðiskipið Huginn VE sem er nýkomið úr löngum veiðtúr og voru menn komnir í bæinn til að gera sér glaðan dag.

 

Á móti hópnum tóku Jón Bernódusson, Gísli Viggósson og Pétur Sveinbjörnsson. Gísli sagði hópnum frá þeim verkefnum sem unnið er að hjá stofnuninni og greindi frá þróun verkefnis um höfn í Bakkafjöru. Lagði hann áherslu á að í því hafi stofnunin fengið til liðs við sig úrvals sérfræðinga og notið góðs samstarfs við Eyjamenn. Pétur gerði grein fyrir stórskipahöfn í Eyjum sem verið er að skoða og valkostum við útfærslu norðan við Eiðið.

Í lok heimsóknarinnar færðu gestirnir Jóni Bernódussyni að gjöf tvær myndir, aðra frá Vestmannaeyjum og hina af honum sjálfum sem ungum manni í knattspyrnu í Eyjum. Að svo búnu héldu Huginsmenn á brott glaðir í bragði.

www.sigling.is

 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.