Eyjamenn hafa skilning á hrikalegri stöðu í ríkisrekstri, en niðurskurður í samgöngumálum okkar Eyjamanna er kominn út fyrir allt velsæmi

8.Desember'09 | 08:48
Í ljósi svara samgönguráðherra við fyrirspurn Unnar Bráar varðandi Landeyjahöfn er ljóst að forsendur þær sem unnið hefur verið með hingað til hafa tekið breytingum. Eyjar.net fékk eftirfarandi svör frá Elliða Vignissyni þegar leitað var eftir viðbrögðum hans:
"Eyjamenn hafa skilning á hrikalegri stöðu í ríkisrekstri, en niðurskurður í samgöngumálum okkar Eyjamanna er kominn út fyrir allt velsæmi.

Núna er staðan sú að við að erum að horfa upp á að samgönguyfirvöld ætla ekki að stuðla að áframhaldandi flugi milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, dregið hefur úr Bakkaflugi, hætta á með tvær ferðir á dag alla daga og hætt var við nýsmíði á ferju sem sigla átti í Land-Eyjahöfn. Ef að ofan á þetta á að bætast ákvörðun um að skerða það þjónustustig sem við höfum unnið útfrá hvað Land-Eyjahöfn varðar frá og með 1. júlí þá er botninum náð.

Ég er því als ekki sáttur við niðurstöðuna ef ekki verður tryggt að ferðafjöldi og verðskrá verði í takt við það sem áður hefur verið gefið uppi. Auðvitað er hægt að skoða einhverja breytingu en hún verður að vera í takt við það sem boðað hefur verið. Sannast sagna þá trúi ég því að samgönguráðherra muni standa við gefin loforð hvað Land-Eyjahöfn varðar. Nóg er nú samt. Samfélagið hér hefur beðið með óþreyju eftir þeim tækifærum sem fylgja fjölgun ferða og þar með auknum sveigjanleika í vali á brottfarar og komutíma. Í því liggja tækifærin fyrst og fremst. Ráðherrar og þingmenn hafa látið hafa of mikið eftir sér hvað varðar þjónustustig Land-Eyjahafnar til að svíkja nú það sem áður hefur verið lofað. Þetta eru heldur ekki einkahagsmunir okkar Eyjamanna. Okkar góðu nágranar hér landmeginn eru einnig að vinna að undirbúningi hvað varðar þessa samgöngubót. Til að mynda hafa þeir mikinn áhuga á að notfæra sér skólasamfélagið hér í Eyjum, bæði framhaldsskóla og háskóla, sem og ýmislegt á sviði mannlífs, menningar og hverskonar þjónustu. Þau sóknarfæri ásamt svo mörgum öðrum sem við erum búin að vera að undirbúa í 2 til 3 ár, eru verulega skert ef gjaldskrá og ferðatíðni verða ekki nálægt því sem lofað hefur verið." segir Elliði Vignisson bæjarstjóri

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.