Værum við ánægð ef okkur væri bannað að fara til Reykjavíkur tvisvar í viku?

7.Desember'09 | 09:28

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Alveg er það með ólíkindum hvernig stjórnvöld láta sér alltaf detta í hug að skerða þjónustana við landsbyggðina. Vestmannaeyingar hafa barist áratugum saman fyrir því að fá bættar samgöngur milli lands og Eyja. Furðulegt er að nú skuli aðilum detta í hug að skerða þjónustuna í siglingum milli lands og Eyja. Það gengur ekki annað en tvær ferðir séu daglega milli Vestmannaeyja og eyjunnar í norðri.
Í efnahagsástandinu núna kemur betur í ljós en nokkru sinni hversu miklu hluitverki Vestmannaeyjar skipta fyrir þjóðarbúið. Í Eyjum er allt á fullu við að skapa verðmæti. Hvers vegna ío óskupunum vilja þá stjórnvöld refsa Eyjafólki með því að skerða sífellt þjónustuna. Það gengur ekki.

Ég held að eitthvað myndi heyrast í okkur hér á Suðurnesjum ef okkar væri sagt að tvo daga í viku væri okkur bannað að fara til Reykjavíkur um Reykjanesbrautina á ákveðn um tíma dagsins.

Við myndum ekki kyngja því þegjandi. Herjólfur er nefnilega þjóðvegur Vestmannaeyinga og því eru þessi dæmi fullkomlega sambærileg.

http://sjonsson.blog.is/blog/sjonsson/ 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.