Bæjarstjórn skorar á samgönguráðherra að verja þá lágmarksþjónustu sem felst í tveimur ferðum Herjólfs á dag og traustu flugi til eyja

7.Desember'09 | 08:39

Herjólfur

Þann 3.desember síðastliðinn fundaði bæjarstjórn Vestmannaeyja og var meðal annars samþykkt ályktun vegna stöðu samgangna til og frá Vestmannaeyjum þegar Landeyjarhöfn opnar næsta sumar.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja ályktar svo:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir áhyggjum af þeirri óheillaþróun sem nú er uppi í samgöngumálum Eyjanna. Seinustu ár hefur ríkt sátt um það þjónustustig sem haldið hefur verið uppi. Árin 2006 og 2007 var ráðist í mikið átak til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar með því að tryggja öflugt flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, fjölga ferðum Herjólfs og leggja kapp á að eyða óvissu um framtíðarsamgöngur. Nú horfir hinsvegar svo við að Eyjamenn mega horfa upp á að samgönguyfirvöld vinna að því að leggja niður flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, dregið hefur úr Bakkaflugi, hætta á með tvær ferðir á dag alla daga, hætt var við nýsmíði á ferju sem sigla átti í Land-eyjahöfn og alger óvissa ríkir um þjónustustig Landeyjahafnar þar sem engar upplýsingar fást um gjaldskrá og áætlun Herjólfs á þeirri siglingaleið.

Bæjarstjórn hefur skilning á erfiðri stöðu í ríkisfjármálum og á því að skera þarf niður í samgöngum við Vestmannaeyjar eins og víðar. Með þeim áformum sem nú eru uppi er hinsvegar verið að skerða samgöngur við Vestmannaeyjar langt niður fyrir öll sársaukamörk og færa samgöngur aftur fyrir það sem hér var árin 2005 og 2006, og var ástandið þá þó að mati bæði samgönguyfirvalda og íbúa í Vestmannaeyjum algerlega óásættanlegt. Því skorar bæjarstjórn á samgönguráðherra að verja þá lágmarksþjónustu sem felst í tveimur ferðum Herjólfs á dag og traustu flugi við næststærsta þéttbýliskjarna utan suð-vesturhornsins.

Elliði Vignisson (sign.)
Gunnlaugur Grettisson (sign.)
Kristín Jóhannsdóttir (sign.)
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Scheving Ingvarsson (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign.)
Stefán Óskar Jónasson (sign).

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.