Árni Johnsen segist hafa skilað uppgjöri til Ríkisendurskoðunar

7.Desember'09 | 15:22

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

“Þetta er bara helber miskilningur því ég skilaði öllum tilskyldum upplýsingum fyrir þann frest sem gefinn var,” segir Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við Eyjuna.
Athygli hefur vakið að Árni, einn sitjandi þingmanna, hafði ekki skilað Ríkisendurskoðun uppgjöri innan tilsetts tíma vegna framboðs hans í þingkosningum í vor eins og lög gera ráð fyrir.

Hjá Ríkisendurskoðun fékk Eyjan staðfest í dag að engin gögn hafi enn borist frá Árna.

Fullyrðir Árni að svo hafi þó verið gert og það vel innan settra tímamarka sem voru í lok síðasta mánaðar. "Ég svo sem hafði frá enga að greina enda kostaði ég sjálfur mína kosningabaráttu án styrkja og var vel undir þeim mörkum sem gefin eru vegna þess. En gögnin sendi ég áfram á réttan stað og það meira að segja með fulltingi lögfræðings Alþingis. Ég skil ekki hvernig á því stendur að Ríkisendurskoðun dreifir þeim upplýsingum að ég hafi ekki skilað."

Eyjan leitaði upplýsinga um málið hjá Ríkisendurskoðun en þar á bæ kannast enginn við að hafa fengið gögn frá Árna ennþá. Ekki væri hægt að útiloka að eitthvað hefði misfarist en þau mistök lægju þá hjá Árna sjálfum en ekki Ríkisendurskoðun.

Hörð viðurlög eru við að skila ekki umbeðnum gögnum og getur slíkt varðað allt að sex ára fangelsi.

Árni er ekki eini frambjóðandinn sem ekki hefur enn skilað umræddum upplýsingum á réttan stað. 20 aðrir frambjóðendur eiga það enn eftir en Árni er hins vegar sá eini úr þeim hópi sem náði kosningu á þing.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.