Útsvarhlutfall er áætlað óbreytt frá því sem nú er eða 13,28%.

4.Desember'09 | 08:43

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Í gærkvöldi flutti Elliði Vignisson bæjarstjóri framsögu vegna fjárhagsáætlunar vegna komandi árs. Við birtum hér að neðan nokkra valda punkta úr framsögu Elliða
Útsvar
Útsvarhlutfall er áætlað óbreytt frá því sem nú er eða 13,28%. Líkt og í fyrra er nú ekki gert ráð fyrir tekjuaukningu þegar miðað er við rauntölur ársins 2009, enda víða samdráttur í efnahagslífinu. Vonir standa þó til að tekjur af útsvari mæti öðrum skerðingum enda hefur árað vel í sjávarútvegi. Fyrirheit um aukningu í kvóta og sterk staða útgerða vekur okkur von um áframhaldandi gott gengi.

Fasteignaskattur
Álagður fasteignaskattur er áætlaður 180.000.000 sem er veruleg hækkun frá áætlun 2009 (160 milljónir) en liggur nærri rauntölum ársins í ár. Skýringin er sú að við gerð fjárhagsáætlunar 2009 bárust ábendingar til Vestmannaeyjabæjar um að fasteignamat í Vestmannaeyjum frá Fasteignamati ríkisins væri enn vanáætlað þó að umtalsverð hækkun hafi orðið á húsnæði og því fundaði sá er hér stendur með fulltrúa FMR og í kjölfarið voru fasteignagjöld leiðrétt. Álagningarhlutfall er hinsvegar óbreytt milli ára og verður 0.42% á íbúðarhúsnæði og 1.55% af öðru húsnæði. Gert er ráð fyrri því að framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fasteignaskatts verði um 70.000.000 kr. sem er veruleg lækkun frá rauntölum ársins 2008 (var 96,3 milljónir). Ber þar enn að sama brunni, öll framlög til Vestmannaeyja frá Jöfnunarsjóði lækka mikið.

Jöfnunarsjóður
Eins og ítrekað hefur komið fram eru framlög Jöfnunarsjóðs að dragast hratt saman. Þar ræður annarsvegar gríðarlegur tekjusamdráttur ríkissjóðs og hinsvegar ákvörðun samgönguráðherra sem jafnframt fer með málefni sveitarfélaga um að færa með handafli aukaframlög sem hingað til hafa m.a. runnið til sveitarfélaga sem glíma við neikvæða íbúaþróun, yfir til gömlu þenslusveitarfélaganna sem ekki ráða lengur við lögbundna þjónustu. Þjónustuframlag Jöfnunarsjóðs er nú áætlað 107.000.000 og lækkar þá um 30 milljónir og grunnskólaframlag er nú áætlað 103 milljónir.

Rekstur

Miðað við fyrirliggjandi áætlun er reiknað með að sveitarsjóður skili hagnaði að upphæð 306.755.000 og er þar um jákvæða þróun að ræða því áætlaður hagnaður fyrir árið 2009 var 283.933.000 kr. hagnaði. Þá er reiknað með því að veltufé sveitarsjóðs frá rekstri verði jákvætt um u.þ.b. 519.347.000 en það var áætlað 486.792.000 árið 2009. Veltufé samstæðu verður hinsvegar áætlað 626.549.000 en var áætlað 544.358.000 fyrir árið í ár.

Heildarskatttekjur eru áætlaðar 1.688.000.000. Þá eru heildartekjur áætlaðar 2.995.522.000 þegar millifærslur hafa verið dregnar frá en voru áætlaðar 2.865.068.000 fyrir árið í ár.

Fjárfestingar og sérstök verkefni

Vestmannaeyjabær hyggur á all nokkrar fjárfestingar á komandi ári. Trú hefðinni er ráðgert að taka slíkt inn milli umræðna og vart er lengur ástæða til að taka það fram að sú vinna fer fram í fullu samstarfi beggja lista. Þessu sama samstarfi meiri- og minnihluta og tryggt hefur árangur á kjörtímabilinu.

Í þeirri áætlun sem hér er fjallað um er þó þegar komin inn fjárhæð upp á 321.000.000. Þar er um að ræða framkvæmdir á vegum hafnarinnar svo sem upptökumannvirki, dýpkunarframkvæmdir og fleira.
Ástæða er til að ítreka að aðar fjárfestingar og sérstök verkefni eru enn

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.