Örlagadísirnar bregða á leik í bæjarstjórn

4.Desember'09 | 15:01

ráðhús ráðhúsið

Stundum gerist það að örlagadísirnar bregða á leik og sýna hvernig lífið getur farið í hringi.  Segja má að slíkt hafi einmitt gerst í gær á fundi bæjarstjórnar.  Á fundinum óskað Stefán Jónasson bæjarfulltrúi V-listans eftir umræðu um kynningarbækling sem Vestmannaeyjabær gaf út fyrir nokkrum dögum.  Þar ræddi Stefán útgáfuna og á orðun hans mátti skilja að hann teldi þar um áróðursrit ungra Sjálfstæðismanna að ræða. 

Benti hann til að mynda á að ýmis orðasambönd svo sem „Vissir þú.." hefði einmitt verið að finna í Stofnum, blaði ungra Sjálfstæðismanna fyrir nokkrum árum. Svo skemmtilega vill til að Stefán Jónasson var einmitt sjálfur flutningsmaður að þeirri tillögu að gefa út slíkt rit í bæjarráði 10. maí 2004.  Tillagan sem Stefán flutti ásamt Andrési Sigmundssyni var svohljóðandi:

Bæjarráð samþykkir að gefa út "Ráðhúspóst" til handa bæjarbúum þrisvar til fjórum sinnum á ári, þar sem veittar verða helstu upplýsingar um rekstur bæjarins og önnur mál sem varða bæjarbúa.

Bæjarráð samþykkti tillöguna og fól bæjarstjóra  framgang málsins.

Á bæjarstjórnarfundi 27. maí sama ár samþykktu allir bæjarfulltrúar þáverandi meirihluta V-lista og minnihluta D-lista tillöguna um að gefa slíkt rit út.  Einn af bæjarfulltrúum minni hlutans sem þá samþykkti tillöguna var Elliði Vignisson.  Það er glettilegt að Elliði skuli nú vera í stöðu bæjarstóra að framkvæma þá tillögu Stefáns frá 2004 sem hann spurði um á fundi bæjarstjórnar í gær.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).