Óunninn afli fluttur út fyrir 5,7 milljarða frá Eyjum

3.Desember'09 | 07:39

Þorskur fiskur

LANGMEST var á síðasta fiskveiðiári flutt út af óunnum afla frá Vestmannaeyjum. Magnið dróst þó lítillega saman frá árinu á undan, en verðmæti útflutningsins frá Eyjum jókst hins vegar um rúman milljarð. Fyrir rúmlega 20 þúsund tonn fengust hátt í 5,7 milljarðar króna, samkvæmt upplýsingum Fiskistofu.
Verðmæti útflutnings frá Grundarfirði og Grindavík nam tæpum milljarði frá hvorum stað en magnið sem flutt var út frá Grundarfirði var verulega meira. Aukning magns og verðmætis á milli ára var hins vegar áberandi frá Grindavík.

Á síðasta fiskveiðiári var fluttur út óunninn afli á erlenda fiskmarkaði með veiðiskipum og gámum að verðmæti 17,8 milljarðar króna. Verðmæti útflutts óunnins afla jókst því um 45,5% á milli ára. Útflutt magn jókst úr 56.548 tonnum í 59.349 tonn eða 5%.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is