Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með að nú skuli vera til athugunar að skerða samgöngur til Vestmannaeyja langt niður fyrir öll sársaukamörk

3.Desember'09 | 15:08

Herjólfur

Bæjarráð fjallaði í dag um tölvupósta senda frá rekstrarstjóra Herjólfs dagsetta 30. nóv. og 2. des. Í fyrri tölvupóstinum er gerð grein fyrir því Vegagerðin hafi óskað eftir því að kannaðir verði möguleikar til lækkunar kostnaðar með því að fækka ferðum Herjólfs um tvær á viku tímabilið janúar til og með apríl á næsta ári.
Í þeim gerir rekstararstjóri Eimskipa grein fyrir því að mat þeirra sé að komi til þess að ferðum verði fækkað um tvær þá telji þeir sársaukaminnst að farin verði ein ferð á miðvikudögum og seinni ferð þá sleppt. Einnig er lagt til að farin verði ein ferð á laugardögum og hún sett á kl. 12.15 frá Vestmannaeyjum og frá Þorlákshöfn kl. 16.00.

Bæjarráð lýsir miklum vonbrigðum með að nú skuli vera til athugunar að skerða samgöngur til Vestmannaeyja langt niður fyrir öll sársaukamörk. Tvær ferðir alla daga eru grunnáætlun skipsins og samfélagið getur ekki sætt sig við skerðingu þar á. Minnt skal á að samfélagið í Vestmannaeyjum, sem þrátt fyrir allt er næststærsti þéttbýliskjarni utan suð-vesturhornsins, má nú horfa upp á að innan skamms verði hætt með flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, Bakkaflug liggur niðri, hætta á með tvær ferðir á dag, hætt var við nýsmíði á ferju, engar upplýsingar fást um gjaldskrá og áætlun Herjólfs í Land-eyjahöfn og áfram má telja.

Bæjarráð lýsir einnig undrun sinni á því að ætlast sé til þess að það taki formlega afstöðu til þeirrar gríðarlegu þjónustuskerðingar sem nú er rædd áður en formleg ákvörðun hefur verið tekin af ríkinu um það hvort slíkt standi til og þeirri ákvörðun komið til bæjarráðs í samræmi við eðlilega stjórnsýslu. Engar slíkar upplýsingar hafa borist til Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara rekstrarstjóra Eimskipa og gera grein fyrir þeirri afstöðu bæjarráðs að það muni ekki taka afstöðu til þess hvort eða hvaða ferðir verði felldar niður fyrr en tilkynning um slíka ákvörðun berst frá samgönguyfirvöldum.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.