Fór á slysó eftir Útsvar

2.Desember'09 | 13:58

útsvar

Það er ekki með öllu hættulaust að taka þátt í spurningakeppninni á RÚV, Útsvari. Baráttan um bjölluna getur verið harðvítug og á því fékk Eyjamaðurinn Sighvatur Jónsson að kenna. Endaði á slysó eftir þáttinn.
„Jú, ég fór á slysó sólarhring síðar þar sem bólgan kom seint út," segir Sighvatur sem slasaðist í hinum vinsæla spurningaþætti á RÚV, Útsvari. Var Sighvatur í kappi við keppanda Fljótsdalshéraðs um bjölluna og sneri sig á fæti í öllum látunum.

„En ég er ekki stórslasaður, bara hefðbundin tognun á liðböndum."

Ekki er ólíklegt að þetta séu fyrstu meiðslin sem hljótast af þátttöku í spurningakeppni hér á landi.

Sighvatur, sem starfar sem fréttamaður RÚV í Vestmannaeyjum, segist ekki hafa búist við meiðslum þegar hann ákvað að taka þátt:

„Nei, ég get ekki sagt það," segir hann og hlær og bætir svo við í léttum dúr:

„Áhætta fylgir sjónvarpsstarfinu. Á slysó þurfti ég einnig að skýra aðra áverka á fótum vegna brunasára sem ég hlaut við fréttatökur vegna bruna í Lifrarsamlaginu hér í Eyjum fyrir nokkru."

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.