Aðventan hefst með guðsþjónustu í Landakirkju

29.Nóvember'09 | 08:27

Landakirkja

Aðventan hefst með fyrsta sunnudegi í aðventu og þá verður stór kirkjudagur í Landakirkju. Áherslan er á spádómana um komu Krists. Mikill og fallegur söngur er allan daginn í kirkju og Safnaðarheimili og kveikt verður á spádómakertinu á aðventukransinum.
Í Barnaguðsþjónstunni kl. 11 syngja Litlir lærisveinar, undir stjórn Védísar Guðmundsdóttur, og þeir munu einnig syngja í vöfflukaffi Kvenfélags Landakirkju eftir messuna, sem verður kl. 14.
Kvenfélagið mun einnig standa fyrir kökubasar til söfnunar í styrktarsjóð en horfið er frá því að vera með jólabasar með hannyrðunum, sem verið hefur mörg undanfarin ár í sama tilgangi.
Félagar úr Kiwanisklúbbnum Helgafelli gera þennan dag að kirkjudegi sínum og lesa ritningarlestrana í messunni og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guðmundar Hafliða Guðjónssonar, kantors. Barnafræðarar leiða barnaguðsþjónustuna og prestarnir eru þeir sr. Guðmundur Örn Jónsson og sr. Kristján Björnsson.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.