Í æsku minnar spor

28.Nóvember'09 | 13:01

ÁTVR

Söngur og tónlist skipar stóran sess í menningararfi okkar Vestmannaeyinga, þökk sé mörgum stórkostlegum tónlistarmönnum og texta/söngvaskáldum eins og t.d. Oddgeiri Kristjánssyni, Árna úr Eyjum og Ása í Bæ, svo að þeir þekktustu séu nefndir. Þeir skildu eftir sig óviðjafnanlegar perlur, í formi laga og ljóða, sem mörg urðu til í sambandi við hina árlegu Þjóðhátíð Vestmannaeyja og eru orðin landsþekkt.
Í vor ákvað Sönghópur ÁtVR að ráðast í upptökur á Eyjalögum og gefa út geisladisk í tilefni 15 ára afmæli félagsins.

Upptökur fóru fram í Kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík og í HS-studíó. Alls voru hljóðrituð 15 lög og birtist afraksturinn á diski sem nefndur er "Í æsku minnar spor". Nafnið er sótt í texta Ása í Bæ, Heimaslóð, og vísar til þess að flest lærðum við lögin á unga aldri meðan við bjuggum enn í Vestmannaeyjum. Við höfum haft ómælda ánægju af framtakinu og vonum að sem flestir hafi einnig gaman af.

Hlustið á hljóðdæmi hér:


ÁtVR gefur diskinn út í samstarfi við Hljóðvinnsluna/Hljóðbók sem framleiðir hann og er hann nú tilbúinn. Disknum fylgir myndarlegur bæklingur með öllum textum sem sungnir eru og myndum úr starfi hópsins.

Hlynur Ólafsson sá um hönnun umslags og umbrot, forsíðuljósmynd tók Kristján Egilsson, en Frum ehf sá um prentun umslags. Allir þessir aðilar eru Eyjamenn og þökkum við þeim frábært samstarf og liðlegheit.

Félagar í sönghópnum munu selja diskinn auk þess verður hann seldur á næstunni í verslun Eymundssonar í Eyjum og Ferðamannaverslun Bankastræti 2, Reykjavík.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.