Lengi dreymt um England

26.Nóvember'09 | 11:01

Gunnar Heiðar

„Ég var farinn að halda að það væri allt búið hjá mér í fótboltanum, en þá opnast skyndilega þessi möguleiki. Mig hefur lengi dreymt um að spila í Englandi og það er vissulega möguleiki á að sá draumur verði að veruleika,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, knattspyrnumaður frá Vestmannaeyjum, við Morgunblaðið í gær.
Samkvæmt heimildum blaðsins er líklegt að enska 1. deildarfélagið Reading óski eftir því að fá Gunnar lánaðan frá Esbjerg í Danmörku út þetta tímabil. Gunnar er til reynslu hjá Reading þessa dagana. Í gær var settur upp æfingaleikur fyrir hann og fleiri leikmenn sem lítið hafa spilað undanfarið en leikið var fyrir luktum dyrum gegn Bristol Rovers. Reading vann, 2:1, og Gunnar greip tækifærið tveimur höndum og skoraði bæði mörk liðsins á fyrstu 8 mínútunum.

„Það var virkilega ljúft að fá að spila aftur og ég vona að það komi eitthvað út úr þessu. Ég veit ekkert ennþá, en málið skýrist vonandi á næstu tveimur dögum. Ég ætla mér allavega að komast burt frá Esbjerg og þetta væri frábær kostur því mér líst afar vel á allt hjá Reading," sagði Gunnar.

Sjá nánara viðtal við Gunnar Heiðar í Morgunblaðinu í dag.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Jólablað Eyjalistans

22.Desember'18

Út er komið jólablað Eyjalistans. Hér má lesa blaðið.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is