Hugum vel að hvort öðru

26.Nóvember'09 | 08:43

Vestmannaeyjabær bærinn eyjar

Vegna Evrópudags sjúkraliða vilja sjúkraliðar í Vestmannaeyjum, í samstarfi við Starfsorku, Rauðagerði, Fjölskyldu- og tómstundarráð Vestmannaeyjabæjar, Rauða Krossins og Landakirkju, bjóða bæjarbúum til opins borgarafundar um vellíðan, virkni og þátttöku allra í samfélaginu.
Það er réttur hvers einstaklings að taka virkan þátt í samfélaginu og hefur að sama skapi mikilvæg áhrif á vellíðan og lífsgæði. Sýnt hefur verið fram á tengsl hlutverkaleysis og óvirkni við ýmsa andlega kvilla. Það er því ljóst að þetta er málefni sem skiptir alla máli.

Gestir þessa fundar verða Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður Hlutverkaseturs auk annarra góðra gesta.
Jon Kjell Seljeseth og Helge Snorri Seljeseth munu svo sjá gestum fyrir mjúkum tónhljómum milli erinda.

Fundurinn verður haldinn í safnaðarheimilinu fimmtudaginn 26. Nóvember og hefst fundurinn kl. 20.00.

Við hvetjum alla til að mæta og sýna samstöðu og vilja í verki um að okkur er umhugað hverju um annað

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is