Eyjamenn leggja meira til þjóðarbúsins

26.Nóvember'09 | 11:47

Sigurður Jónsson Siggi Jóns

Ánægjulegt er að sjá í Eyjafjölm,iðlunum fréttir þess efnis að Vestmannaeyjar eru að auka hlut sinn í verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Það sannast nú betur en nokkru sinni áður hversu miklu það skiptir fyrir þjóðarbúið að atvinnulífið sé öflugt í sjávarútvegsplássum eins og Vestmannaeyjum.Fram kemur einnig að staða bæjarsjóðs undir forystu meirihluta Sjálfstæðismanna er veruleg góð.
Á síðustu árum hefur orðið um algjöran viðsnúning að ræða. Fyrir örfáuum árum var Vestmannaeyjabær með skuldsettustu sveitarfélögum landsins,en staðan nú er all,allt önnur til hins betra. Auðvitað spilar inní bætta stöðu sala á hlutnum í Hitaveitu Suðurnesja og til viðbótar hefur stjórn Elliða bæjarstjóra á málum sveitarfélagsins verið til mikillar fyrirmyndar.

Það er eðlilegt að Eyjamönnum gremjist það að á sama tíma og þeir leggja meira og meira til þjóðarbúsins sker Vinstri ríkisstjórnin meira og meira niður af framlögum sínum til Vestmannaeyja. Að sjálfsögðu er þetta alrangt. Ríksvaldið á að gera allt til þess að efla landsbyggðina. Það sýnir sig nú þegar allt verðbréfabraskið er hrunið að það er atvinnuvegur eins og sjávarútvegurinn sem skapar hin raunverulegu verðmæti.

Þess vegna á ríkisvaldið að gera allt sem það getur til þess að efla þessi byggðarlög.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.