Krefur samgönguráðherra svara varðandi samgöngur til og frá Vestmannaeyjum

25.Nóvember'09 | 11:15

Bakkafjara

Unnu Brá Konráðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun í dag klukkan 14:30 beina fyrirspurn til samgönguráðherra varðandi flugsamgöngur til Vestmannaeyja.

Fyrirspurn Unnar er eftirfarandi:

Eru uppi áform um breytingar á aðkomu ríkisins að flugsamgöngum til Vestmannaeyja vegna tilkomu Landeyjahafnar? 

Einnig hefur Unnur Brá lagt fram skriflega fyrirspurn varðandi Landeyjahöfn og hvernig rekstri Herjólfs verði háttað þegar siglingar hefjast næsta sumar:


1. Hvenær mun ferðaáætlun og gjaldskrá fyrir ferðir Herjólfs í Landeyjahöfn liggja fyrir?
2. Hvernig verður háttað almenningssamgöngum milli Landeyjahafnar og Reykjavíkur og hver verður aðkoma ríkisins að fjármögnun þeirra?
3. Verður rekstur ferjunnar á nýrri siglingaleið, Vestmannaeyjar-Landeyjahöfn, boðinn út? 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.