Gunnar Heiðar með tvö mörk fyrir Reading

25.Nóvember'09 | 19:40

Gunnar Heiðar

Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði bæði mörk Reading þegar varalið félagsins sigraði Bristol Rovers 2-1 í æfingaleik í dag.
Gunnar Heiðar, sem er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Esbjerg, hefur verið á reynslu hjá Reading síðan á mánudag í síðustu viku og mun það væntanlega ráðast í kjölfar leiksins í dag hvort hann gangi til liðs við Reading á láni.

Fyrra mark Gunnars kom á fimmtu mínútu þegar hann skoraði með góðu skoti af stuttu færi og það síðara kom þremur mínútum síðar með þrumskoti fyrir utan teig.

Hann var mjög ógnandi í framlínunni og var nálægt því að bæta við sínu þriðja marki undir lok fyrri hálfleiks en skot hans var bjargað á línu af varnarmanni Bristol Rovers.

Brynjar Björn Gunnarsson lék einnig með varaliði Reading í dag.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.