Leið 2 og ESB

24.Nóvember'09 | 08:56

Brynjar

Mig langar til að skrifa um nokkur atriði sem eru mér ofarlega í huga. Fyrst ber að nefna upptökumannvirki sem bær og höfn ætla að láta byggja, eða endurgera það mannvirki sem fyrir stendur og er ónothæft.
Ég hef reynt eftir fremsta megni að verða mér út um upplýsingar um þetta tiltekna mannvirki, t.d. hvað verður hægt að lyfta þungu skipi, hversu stóru og hversu breiðu? Það sem ég les í blöðum og á eyjasíðum segir að leið 2 verði farin, það segir mér harla lítið. Ég vil fá að vita hvort að eyjamenn geti sjálfir þjónustað væntanlega Bakkaferju. Það verður að segjast að hér er um öryggismál að ræða, væntanleg sigling milli lands og eyja kemur til með að styttast og ferðir aukast, gera má ráð fyrir að álag ferjunnar verði mörgum prósentum meiri en nú er. Hvernig ætlum við að bregðast við því þegar kemur að viðhaldi. Ég vona svo sannarlega að leið 2 geri ráð fyrir þessu.
   
Hver er okkar hagur af því að hafa stórt upptökumannvirki? Sjálfur hef ég unnið í einu af stærri upptökumannvirkjum uppi á landi og þar er alltaf nóg að gera, hvers vegna? Þekking, reynsla og fagmennska. 

   Menntaþátturinn er líka hlutur sem ber að hafa í huga. Framhaldsskólinn okkar er ágætlega tækjum búinn á verknámsdeild, en því miður eru ekki margir sem eru að læra þær iðngreinar sem tengjast hvað mest skipaiðnaði og þjónustu við skip. Það sem ég hræðist hvað mest er að þessari verknámsdeild verði lokað og að verkþekkingin sem og iðnin lognist útaf. En ég er jákvæður og vona að leið 2 bjargi málunum.   Stundum hef ég hugsað um það hvar við eyjamenn værum staddir ef við hefðum skipadokk, samskonar og er á Akureyri eða í Hafnarfirði. Ég væri alveg til í að sjá skipadokk á stærð við þær sem eru uppi á landi, kannski stærri, staðsetta í sárinu þar sem afgangurinn af lyftunni húkir nú.

Það væri örugglega hægt að stækka ramman í austur og norður og staðsetja skipadokk í þessu stæði, ég get ekki annað séð en að kunnáttan sé til staðar í að sprengja og fjarlægja klappir og annað ef svo ber undir. Ég tel að þarna verði menn ekki í neinum vandræðum við að athafna sig og koma svona skipadokk fyrir. En hvað veit ég, stálskipasmiðurinn, kannski er leið 2 besti kosturinn!   Af ESB málum, ætli það sé gott fyrir okkur að ganga í þetta bandalag? Að mínu mati ætti að láta þessa umræðu þagna og það strax!

Mér finnst við ekkert við það að gera að eyða orku og tíma í að velta þessu fyrir okkur, við vitum það öll að ESB vill endilega fá okkur með í partýið og kannski eigum við þar heima, með okkar 4 atkvæðisrétt eins og Malta. Ég hélt að núna væri meira kappsmál að slá þessari skjaldborg utan um heimilin, hver sem svo hún er. Ég man þegar að ráðamenn fullvissuðu þjóðina um að krónan mundi styrkjast sem og lánalínur myndu opnast fyrir okkur ef alþingi mundi samþykkja aðildarviðræður vegna ESB. Atkvæðagreiðsla á þinginu heimilaði ríkisstjórn að ganga til viðræðna við ESB um hugsanlega inngöngu Íslands í sambandið, en krónan styrktist ekkert? Rétt eins og að stýrivextir lækkuðu ekkert þó svo að Davíð Oddsyni hafi verið komið úr Seðlabankanum. Kannski hefði gegnsæi fjölmiðla orðið markvissara og við séð betur hvað var í gangi ef að Forsetinn hefði ekki beitt neitunarvaldi sínu. Mér finnst nefnilega oft eins og það sé verið að slá ryki í augu okkar kjósenda með allskonar auka umræðum og gylliboðum sem eru ekki í takt við raunveruleikan. Þegar að sveitarstjórnarkosningum líður vona ég svo innilega að fólk verði málefnalegt og tali um hluti sem skipta máli.

Brynjar Kristjánsson
Vestmannabraut 24
900 Vestmannaeyjum

tekið af eyverjar.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.