Kveiktu í skilti í leit að spennu

23.Nóvember'09 | 11:53

Lögreglan,

Ekki er hægt að segja að vikan hafi verið annasöm hjá lögreglu og fór skemmtana hald helgarinnar ágætlega fram.  Þó þurfti lögreglan að hafa afskipti af einum af skemmtistöðum bæjarins þar sem reglum um opnunartíma var ekki framfylgt.  Virðist það frekar vera regla en undantekning að lögregla hafi afskipti af skemmtistöðum bæjarins í tengslum við reglur um opnunartíma.
Að kvöldi sl. sunnudags var lögreglu tilkynnt um að eldur væri í upplýsingaskilti sem er við útsýnispallinn í hlíðum Eldfells. Ljóst var að kveikt hafði verið í skiltinu með því að hella bensíni á skiltið og bera síðan eld að. Við rannsókn lögreglu bárust böndin fljótlega að þremur mönnum um tvítugt sem höfðu keypt bensín fyrr um kvöldið á einni af bensínstöðum bæjarins. Í framhaldi af því voru þeir boðaðir á lögreglustöð þar sem þeir viðurkenndu, við yfirheyrslu, að hafa kveikt í skiltinu með því að henda svokölluðum Molotov-kokteil í skiltið. Gáfu þeir þá skýringu á hegðun sinni að þeir hafi verið að leita að spennu. Málið telst upplýst.

Þann 19. nóvember sl. var lögreglu tilkynnt að Hrafn Sveinbjarnarson GK-255 væri á leið til Vestmannaeyjahafnar með slasaðan sjómann. Maðurinn hafði slasast í baki eftir að hafa fallið þegar skipið fékk á sig brotsjó. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús Vestmannaeyja þar sem hann fékk læknisaðstoð.

Tveir ökumenn og einn farþegi fengu sekt í vikunni fyrir að vera ekki með öryggisbeltið spennt í akstri og vill lögreglan í framhaldi af því hvetja ökumenn og farþega að spenna beltin. Rétt er að geta þess að ökumenn bera ábyrgð á því að farþegar undir 15 ára aldri séu með beltin spennt eða séu í öryggisbúnaði sem hentar viðkomandi aldri.

Lögregla vill hvetja eigendur ökutækja að kanna með ljósabúnað ökutækja sinna en eitthvað er um það ljósabúnaði sé ábótavant. Þá er rétt að benda á að notkun þokkuljósa er óheimil nema um sé að ræða akstur við slæm akstursskilyrði t.d. þoku eða skafrenning.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).