Verkefnisstjórn falið að ganga frá samningi við John Berry hjá Berry Consultings Inc. um sérfræðiþjónustu varðandi uppbygginu nýrra uppítökumannvirkja

18.Nóvember'09 | 09:15

Vestmannaeyjahöfn

Umhverfis- og framkvæmdasvið fundaði í gær og voru nokkur mál á dagskrá fundarins.
Skemmtiferðarskip til Vestmannaeyja
Á fundinn komu Baldvin Johnsen og Kristín Jóhannsdóttir en til umræðu var skýrsla Baldvins um komur Skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja sem hann var að ljúka við. Baldvin fór yfir megin atriði í skýrslunni og svaraði fyrirspurnum. Kristín fór yfir samskipti við þá erlendu og innlendu aðila sem sækja ferðakaupstefnur og þróun í þjónustu við skemmtiferðaskip sem sækja Eyjarnar heim.Einnig fór Hrafn Sævaldsson yfir þá stöðu sem er í móttöku ferðamanna í Vestmannaeyjum
Ráðið samþykkir að taka afstöðu til þeirra ábendinga og tillagna sem fram komu í skýrslunni á næsta fundi framkvæmda- og hafnaráðs.

Endurbygging upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar

Ólafur Þ Snorrason gerði grein fyrir drögum að verksamningi við John Berry Cons. og undirbúningi endurbyggingar og fyrstu skrefum í starfi verkefnastjórnar. Samningur við Berry Consultings Inc. byggir á þeim upplýsingum sem fram kom í skýrslu John Berry frá 29.janúar 2009.
Ráðið samþykkir að fela verkefnisstjórn að ganga frá samningi við John Berry hjá Berry Consultings Inc. um sérfræðiþjónustu á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram komu í fyrrnefndri skýrslu.

Afskriftir á óinnheimtanlegum kröfum Vestmannaeyjahafnar
Ólafur Kristinsson fór yfir lista og gerði tillögu um afskriftir reikninga frá Vm.höfn að fjárhæð 1175 þús. kr.
Ráðið samþykkir að afskrifa þessa reikninga en þeir eru að mestu frá árunum 2006 og 2007.

Olíuafgreiðsla smábáta
Ólafur Kristinsson greindi frá erindi N-1 - dags. 16. Nóv. 2009 undirritað af Ágústi Halldórssyni þar sem óskað er eftir að koma upp dælubúnaði austast á flotbryggju sem ætluð er fyrir olíuafgreiðslu smábáta . Einnig er óskað eftir leyfi til þess koma olíutanki í jörðu við norðaustur horn girðingar við geymslusvæði smábáta.
Ráðið samþykkir erindið fyrir sitt leyti en vísar því að öðru leyti til afgreiðslu Umhverfis- og skipulagsráðs. Jafnframt fjarlægi N-1 olíutanka og dælu á Bæjarbryggju samhliða því að nýr búnaður verði tekinn í notkun. Það skilyrði fylgir einnig að komi til breytingar á deiliskipulagi á Hafnartorgi norðan Tangagötu þá fjarlægi eigandi tankinn á sinn kostnað.

Aðstoð við rannsóknaboranir vegna athugana við stórskipakant norðan Eiðis
Fyrir lá erindi frá Siglingastofnun vegna rannsóknaborana norðan við Eiði. Óskar Siglingastofnun eftir aðkomu og aðstoð Vestmannaeyjahafnar við verkefnið.
Ráðið samþykkir erindið og felur hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við Siglingastofnun þar að lútandi.

Samningur um sorplosun á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar
Rætt var um gildandi samning um sorplosun á hafnarsvæði Vestmannaeyjahafnar og þörfinni á endurnýjun á gámum sem í dag eru í eigu Vestmannaeyjahafnar.
Ráðið samþykkir, með vísan til ákvæðis í samningi Vestmannaeyjahafnar og Gámaþjónustu Vestmannaeyja að segja upp gildandi samningi og óska eftir viðræðum við félagið um nýjan samning meðal annars í ljósi breyttra aðstæðna og felur hafnarstjóra að vinna að málinu.

Geymslusvæði fyrir smábáta norðan Tangavegar
Fjallað um kostnað við að útbúa nýtt geymslusvæði fyrir smábáta á fyrrum athafnasvæði austur slippsins norðan Strandvegar í stað núverandi svæðið norðan Tangagötu.
Ráðið mun fjalla nánar um málið á næsta fundi sínum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is