Ég get fullvissað Eyjamenn um að ég mun ekki styðja þau fjárlög sem fram eru komin óbreytt

17.Nóvember'09 | 11:25

Ragnheiður

Í gær skrifaði Elliði Vignisson bæjarstjóri bréf til allra þingmanna Suðurkjördæmis varðandi niðurskurð á fjárlögum til verkefna í Vestmannaeyjum. Fyrsti þingmaðurinn hefur svarað Elliða og má lesa svar Ragnheiðar Elínar hér að neðan:
Sæll Elliði

Vil í upphafi þakka þér fyrir þá brýningu sem fram kemur í bréfi þínu. Þingmenn standa nú í þeim erfiðu sporum að þurfa að koma frá sér fjárlögum þar sem fara þarf í mikinn niðurskurð. Það breytir því ekki að svigrúmið til niðurskurðar er mismikið eftir málaflokkum og því verður ekki haldið fram að Vestmannaeyjar hafi verið ofaldar þegar kemur að ríkisrekstri.

Ég tek undir það með þér að víða í fjárlögum er að finna tækifæri til niðurskurðar og hið eðlilega væri að beina niðurskurði fyrst og fremst að þeim liðum sem ekki tengjast kjarnarekstri ríkisins og voru auknir mikið í góðærinu. Ríkiútgjöld hafa vaxið gríðarlega á seinustu árum og sem dæmi má nefna að útgjöld ríkisins jukust um 43% að raunvirði milli áranna 2003 og 2008. Það er því mikilvægt að ríkið einbeiti sér nú fyrst og fremst að kjarnastarfsemi sinni en dragi úr öðrum útgjöldum eftir fremsta megni.

Ég hafna alfarið þeirri aðferðafræði sem gjarnan er tjaldað í hagræðingaskyni og felst í því að sameina stofnanir og flytja ákvörðunarvald, þjónustu og fjármuni af landsbyggðinni á suðvesturhornið. Skýrsla fjármálaráðuneytisins frá 2008 hefur enda sýnt að sú leið leiðir ekki til hagræðingar heldur frekar kostnaðarauka. Ég mun því áfram standa gegn boðuðum breytingum á bæði Sýslumannsembættum sem og Skattstofum. Ég lýsi miklum áhyggjum af niðurskurði í rekstri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja sem eins og nánast allir aðrir liðir í ríkisrekstri í Vestmannaeyjum snýst um kjarnarekstur ríkisins. Þá er það einnig ljóst að ríkið getur ekki alfarið hætt styrkjum til flugs til Vestmannaeyja jafnvel þótt samgöngur á sjó munu stóreflast. Bent hefur verið á það grettistak sem hefur verið lyft í flugþjónustu í Eyjum á seinustu árum. Skýrasta dæmið um það er sú staðreynd að flugfarþegum skuli hafa fjölgað í ár um 9% á meðan aðrir flugvellir eru með farþegaminnkun upp á 16 til 20%. Þar er um að ræða fjárfestingu ríkisins í innrigerð samfélags, eflingu ferðaþjónustu og atvinnusköpun sem þarf að verja.

Ég get fullvissað Eyjamenn um að ég mun ekki styðja þau fjárlög sem fram eru komin óbreytt. Fyrir því eru margar ástæður og þeirra á meðal órökréttar niðurskurðahugmyndir í Vestmannaeyjum og víðar í Suðurkjördæmi.

Með kveðju
Rangheiður Elín Árnadóttir

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).