Stýrihópurinn leggur áherslu á að tryggt sé nægt fjármagn til að ljúka verkinu án hnökra og tafa

16.Nóvember'09 | 07:42

Landeyjahöfn bakkafjara bakki

Þann 4.nóvember síðastliðinn fundaði stýrihópur sem undirbýr þær breytingar sem verða við byrjun siglinga milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja 1.júlí á næsta ári.
Í stýrihópnum sitja Elliði Vignisson frá Vestmannaeyjabæ, Elvar Eyvindsson frá Rangárþingi eystra, Eydís Indriðadóttir frá Ásahreppi og Haukur Kristjánsson frá Rangárþingi eystra.

Fundargerð stýrihópsins má lesa hér:
1. Staða verksins
Farið yfir stöðu málsins
Stýrihópurinn leggur þunga áherslu á að staðið verði við þau fyrirheit að fyrsta ferð milli Vestmannaeyja og Land-Eyjahafnar verði farin 1. júlí. Öll vinna sveitarfélaga og fyrirtækja taka mið af þeirri dagsetningu.

Stýrihópurinn leggur einnig áherslu á að í fjárlögum verði tryggt nægt fjármagn til að ljúka verkinu án hnökra og tafa.

2. Gjaldskrá og ferðatíðni
Stýrihópurinn harmar þá töf sem orðið hefur á formlegri ákvörðun um gjaldskrá og ferðatíðni Herjólfs eftir að siglingar í Land-Eyjahöfn hefjast. Nú þegar eru sveitarfélögin og atvinnulífið farið að verða af viðskiptum vegna þessara tafa.

Ferðaþjónustuaðilar, matvælaframleiðendur og fyrirtæki í þungaflutningum eru meðal þeirra sem þurfa tíma til að undirbúa þær miklu breytingar sem verða eftir að höfnin verður tekin í notkun. Slíkar breytingar eru ekki mögulegar án þessara lykilupplýsinga.

Stýrihópurinn minnir á að í útboði á smíði og rekstri ferjunnar var miðað við að farnar yrðu 7 ferðir á sumrin, 5 að vori og hausti og 4 yfir vetrarmánuðina. Þar var einnig gert ráð fyrir að fullborgandi fullorðin einstaklingur greiddi 500 krónur fyrir ferðina og að gjaldið fyrir fólksbíl væri 1000 krónur.

Stýrihópurinn hvetur samgönguyfirvöld til að gefa tafarlaust út að staðið verði við þessar forsendur þannig að samfélögin og atvinnulífið á áhrifasvæðunum geti haldið áfram með markvissan undirbúning.

Stýrihópurinn minnir einnig á mikilvægi þess að fyrsta ferð verði farinn eins snemma og mögulegt er (07.00 frá Eyjum) og seinasta ferð eins seint og mögulegt er (23.00 frá Land-Eyjahöfn). Sóknarfæri samfélaganna aukast eftir því sem bilið milli fyrstu og seinustu ferða eykst.

3. Samgöngur milli Bakka og Reykjavíkur
Stýrihópurinn harmar að enn skuli ekki neitt liggja fyrir hvað varðar samgöngur milli Bakka og Reykjavíkur. Það er mat stýrihópsins að æskilegt sé að vera með rútuferðir við allar ferðir skipsins.

Lágmarkskrafa sé hinsvegar 4 rútuferðir á sumrinn, þrjár á vorin og haustin og tvær á veturna.
Þá er einnig lögð áhersla á að sama bifreið gangi frá Bakka til Reykjavíkur þannig að farþegar þurfi ekki að flytja farangur milli bíla á leiðinni.

4. Kortlagningu á núverandi samstarfi sveitarfélaganna.
Rætt um frekara samstarf á ýmsum sviðum og leiðir til að auka samstarf og stærðar hagkvæmni.
Ákveðið að óska eftir því að SASS ráðist í vandaða úttekt á slíkri vinnu og þá ef til vill með kaupum á fræðilegri skýrslu frá fagaðilum. Afraksturinn yrði skýrsla með tillögum um samstarf og hagræðingu á svæðinu.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.