"Síldavertíð" á næsta leiti?

16.Nóvember'09 | 08:23

Álsey

Þá fer þessum slipp að ljúka og fljótlega  verður haldið til veiða á ný. Eftir um mánaðar slipp í höfuðborginni er Álsey VE 2 loks kominn heim til Eyja. Í Eyjum var svo settur punturinn yfir I-ið á þessum slipp  þegar nótaleggarinn var settur um borð eftir yfirhalningu hjá Stebba og co í Skipalyftunni.  Á þessum tíma hefur Álsey  verið tekinn upp máluð, öxuldregin, ljósavélar yfirfarnar, hliðarskrúfur og skrúfublöð löguð ásamt ýmsu öðru viðhaldi sem og tæki og tól í brú tekinn til skoðunar.
En eins og flestum er kunnugt þá var leyfð veiði á 40.000 tonnum af síld á þessari vertíð sem er vonandi aðeins upphaf af stærri úthlutun. Hlutur Ísfélagsins verðu því veiddur af Álsey og Júpíter sem er líkt og Álsey einnig að koma úr slipp. En þeir Júpíters menn hafa verið frá veiðum síðan 4 ágúst í sumar, eftir að gírinn gaf sig þegar þeir fegnu í skrúfuna "sælla minninga eða þannig " Eftir þennan maraþon slipp Júpíters er hann væntanlegur til Eyja á morgun glæsilegur sem aldrei fyrr...eða ný málaður í Ísfélags litunum, vínrauður og kemur hann virkilega vel út í þeim lit.

Þá er loks komið að því að haldið verður á síldveiðar væntanlega inn á Breiðafjörð, ekki síðar en í dag sunnudag ef mínar heimildir eru réttar. Sömu heimildir segja mér að það hafi verið mætt kl eitt í dag til að taka nótina klára um borð og að því loknu verður haldið af stað. Ástæða þess að undirritaður talar í gátum er sú að ég er ekki um borð og verð ekki alveg á næstunni, þar sem ég er að jafna mig eftir hnéaðgerð og er hugsanlega á leið í aðra. Því eru mínar heimildir af fésbók, símtölum og AIS staðsetningum. En hvort einhver muni taka við keflinu og flytja fréttir frá Álsey veit ég ekki...en sjálfur mun ég fylgjast spenntur með og vona að ég fái góðar fréttir af mínum mönnum um leið og ég óska þeim alls hins besta, góða ferð og veiði.

Þá læt ég þetta duga í bili

http://123.is/alseyve2

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is