Hermann nálgast endurkomu í lið Portsmouth

15.Nóvember'09 | 09:24

Hemmi Hreiðars Hermann Hreiðarsson

Hermann Hreiðarsson fyrirliði íslenska landsliðsins ætit að snúa aftur í lið Portsmouth fljótlega eftir erfið meiðsli alla leiktíðina.
Hermann sem er 35 ára gamall hefur ekkert spilað síðan hann meiddist á fæti á undirbúningstímabilinu.

Hann hefur hinsvegar verið á góðum bataferli undanfarnar vikur og er að fara að auka æfingarnar til að verða klár fyrir leikinn gegn Stoke um næstu helgi.

,,Við höfum fengið þau skilaboð að Hermann geti nú farið að auka æfingarnar," sagði Paul Hart stjóri Portsmouth við The News. ,,Myndatökur sýna að hann er enn smá rifinn í sininni undir fætinum en það virðist ekki vera að versna."

,,Ef við aukum ekki æfingarnar núna gætum við þurft að bíða lengi. Við förum að ráðum sérfræðings og hann er að auka þetta svo vonandi mun þetta ekki hafa þveröfug áhrif."

,,Hann hefur sama áhuga og 17 ára drengur og sömu girndina og dýr. Við söknum hans þegar hann er ekki hérna."

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is