Partrollveiðar á gulllaxi

14.Nóvember'09 | 08:45

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Systurskipin Bergey VE og Vestmannaey VE hófu veiðar á gulllaxi með partrolli í síðustu viku að færeyskri fyrirmynd. Veiðarnar hafa gengið þokkalega að því er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður skipanna, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir.
Þegar rætt var við Magnús höfðu skipin landað 250 körum en hann bjóst við að aflinn næði 450-500 körum um miðja vikuna.

Skipin hafa verið að veiðum suður af Surti. Magnús sagði að veiðarfærin og allur búnaður hefðu reynst vel og í því sambandi hefði skipt miklu máli að hafa öfluga og góða skipstjóra og góða áhöfn um borð. Frystihús í Vestmannaeyjum kaupir aflann. Gulllaxinn er hausskorinn og heilfrystur og sendur þannig á markað erlendis. ,,Þetta er ágætisviðbót við þá vinnslu sem var fyrir í landi í Vestmannaeyjum," sagði Magnús.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.