Partrollveiðar á gulllaxi

14.Nóvember'09 | 08:45

Bergur Huginn ehf, Bergey VE

Systurskipin Bergey VE og Vestmannaey VE hófu veiðar á gulllaxi með partrolli í síðustu viku að færeyskri fyrirmynd. Veiðarnar hafa gengið þokkalega að því er Magnús Kristinsson, útgerðarmaður skipanna, segir í samtali við nýjustu Fiskifréttir.
Þegar rætt var við Magnús höfðu skipin landað 250 körum en hann bjóst við að aflinn næði 450-500 körum um miðja vikuna.

Skipin hafa verið að veiðum suður af Surti. Magnús sagði að veiðarfærin og allur búnaður hefðu reynst vel og í því sambandi hefði skipt miklu máli að hafa öfluga og góða skipstjóra og góða áhöfn um borð. Frystihús í Vestmannaeyjum kaupir aflann. Gulllaxinn er hausskorinn og heilfrystur og sendur þannig á markað erlendis. ,,Þetta er ágætisviðbót við þá vinnslu sem var fyrir í landi í Vestmannaeyjum," sagði Magnús.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is