Vestmannaeyjabær gerir athugasemd við drög að reglugerð um löndun og skráningu sjávarafla

12.Nóvember'09 | 09:17

Þorskur fiskur

Í morgun sendi Elliði Vignisson bæjarstjóri bréf á Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra og alla nefndarmenn í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd. Í bréfinu gerir hann athugasemd fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar við drög að reglugerð um löndun og skráningu sjávarafla. Bréfið má lesa hér að neðan:
Hr.Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
Skúlagötu 4
150 Reykjavík

Vestmannaeyjar, 10. nóvember 2009
200911018      


Efni: Athugasemdir Vestmannaeyjabæjar við drög að breytingum á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla.

Hafnarvog Vestmannaeyjahafnar hefur hvorki tæki né þau tól sem til þarf við að brúttóvigta öll ílát sem berast að landi í viku hverri skv. 14.gr. liður B. Við núverandi aðstæður telja hafnaryfirvöld það nánast óframkvæmanlegt miðað við það magn af afla sem berst að landi á þeim skamma tíma sem um ræðir.

Vestmannaeyjahöfn hefur ekki aðstöðu né leyfi til úrtaksvigtunar á þeim afla sem um ræðir né þann mannskap sem til þarf samkvæmt drögum í reglugerð.

Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa einnig verulegar áhyggjur af þeim tekjumissi sem sjómenn og útgerðarmenn verða fyrir í ljósi gæðarýnunar á afla. Einnig þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum sem geta átt sér stað við að brjóta upp þau verðmætakerfi sem byggð hafa verið í kringum sölumál og markaðssetningu hjá útgerðarfélögum í Vestmannaeyjum við erlenda fiskmarkaði.

Gríðarlega miklar fjárfestingar hafa verið undanfarin ár hjá útgerðarfélögum í Vestmannaeyjum í nýjum og hátæknivæddum togveiðiskipum til að hámarka enn frekar gæði afla fyrir kröfuharða markaði. Þetta hefur komið sér einstaklega vel fyrir atvinnulífið hér í Vestmannaeyjum og byggt upp mjög mikilar vonir á meðal sjómanna og samfélagsins í heild sinni hér í Vestmannaeyjum.

Það er ekki með neinu móti séð hvaða ávinniningur fæst með boðuðum breytingum í ljósi þess að vinnsluaðilar hér í Vestmannaeyjum telja breytingarnar ekki til góða fyrir þeirra rekstarumhverfi.

Skipaferðir eru með þeim hætti að erlendu markaðarnir eru hjartað í dreifileiðum með fisk frá Vestmannaeyjum. Áratuga fjárfestingar í skipum, kerfum og gámum og hagræðingu hefur tryggt rekstaröryggi flotans í heild sinni. Einnig hafa útgerðarmenn sinnt erlendu mörkuðum vel í harðri samkeppni við aðrar þjóðir og haft betur sem af er.

Vestmannaeyjabær óskar því eindregið eftir því að drög að breyttingum á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla verði endurskoðuð.

Virðingarfyllst,
Elliði Vignisson
bæjarstjóri

 

 

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).