Er ánægð hér en mun skoða mín mál

9.Nóvember'09 | 08:15

Margrét Lára

Tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna lauk um helgina. Íslendingaliðið Kristianstad lauk tímabilinu með 5-2 sigri á botnliði Stattena.
Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og Erla Steina Arnardóttir eitt. Guðný Björk Óðinsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir léku þó allan leikinn fyrir Kristianstad, sem fékk alls átján stig í deildinni.

Samningur Margétar Láru rennur út á næstunni og sagði hún óljóst hvað tæki við hjá henni. „Tímabilinu er auðvitað bara nýlokið. En mér standa einhverjir möguleikar til boða. Mér líður þó vel hér og get vel séð fyrir mér að halda áfram hjá Kristianstad," sagði Margrét Lára og útilokaði ekki að til greina kæmi að spila utan Svíþjóðar. Hún á þó von á því að Elísabet Gunnarsdóttir verði áfram þjálfari liðsins.

„Mér finnst það mjög líklegt þótt ég viti svo sem ekkert um það. Það virðast þó allir mjög ánægðir með hennar störf, bæði leikmenn og stjórnarmenn. Því kæmi mér það mjög á óvart ef hún fengi ekki nýjan samning."

Tímabilið byrjaði mjög rólega hjá Kristiastad. Liðið vann ekki sinn fyrsta leik fyrr en í elleftu umferð en þá komu tveir sigurleikir í röð. Liðið tapaði þó fáum leikjum með miklum mun og vann nokkra leiki gegn liðum í efri hluta deildarinnar.

„Beta er búin að gera frábæra hluti með þetta lið. Það tekur auðvitað tíma að koma sínum áherslum að en það sást vel í lok tímabilsins hversu vel liðið var að spila. Við vorum líka að skora mikið af mörkum, sem var virkilega gaman. Við þurfum samt að bæta okkur og bæta við okkur leikmönnum fyrir næsta tímabil ef liðið ætlar að ná sínum markmiðum fyrir næsta ár," sagði Margrét Lára.

Hólmfríður Magnúsdóttir er nú á leið frá félaginu þar sem hún mun spila í Bandaríkjunum á næstu leiktíð en óvíst er með hina Íslendingana.

„Það er búið að vera mjög gaman að fá að spila með íslensku stelpunum og það er allt til fyrirmyndar hjá þessu félagi. Það kemur vel til greina að halda áfram en maður veit aldrei hvað gerist í boltanum."

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Vilt þú ná til Eyjamanna?

17.Ágúst'19

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%