Afmælistónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja næstkomandi laugardag

5.Nóvember'09 | 14:47
Laugardaginn 7.nóv verða haldnir styrktarfélgagtónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja í gamla samkomuhúsinu (Hvítasunnuhöllinni).  Tónleikar þessir eru árviss viðburður í Vestmannaeyjum og hafa undanfarin ár tengst nótt safnanna sem haldin er þessa helgi.
Nafn tónleikanna kemur til af styrktarfélagi Lúðrasveitar Vestmannaeyja en það er félagsskapur fólks sem lætur sér annt um Lúðrasveitina sína og styrkir hana árlega með föstu fjárframlagi. Sem þakklætisvott heldur Lúðrasveitin þessa tónleika fyrir styrktarfélaga og geta aðrir gestir greitt fyrir aðganginn á staðnum.

Að þessu sinni verða tónleikarnir með örlítið frábugðnu sniði þar sem sveitin fagnar um þessar mundir 70 ára afmæli sínu. Oddgeir Kristjánsson stofnaði sveitina ásamt nokkrum félögum í mars árið 1939. Hann stjórnaði henni til dauðadags 1966 og sveitin hefur starfað óslitið síðan. Þetta gerir sveitina að einni elstu lúðrasveit landsins.

Efnisskráin mun taka nokkuð mið af afmælisárinu. Á tónleikunum verða nokkrir gestastjórnendur sem áður hafa setið við stjórnvölinn. Þar er um að ræða Stefán Sigurjónsson, Ellert Karlsson og Börn Leifsson en allir eru þeir fyrrverandi stjórnendur Lúðrasveitarinnar, þá mun einnig stíga á stokk Ósvaldur Freyr Guðjónsson en hann hefur stjórnað sveitinni í verkefninu Tríkot og Lúðró sem margir kannast við. Að auki heimsækja okkur að venju gestaspilarar ofan af landi sem ýmist eru brottfluttir Vestmannaeyingar eða góðvinir Lúðrasveitarinnar. Gert er ráð fyrir rúmlega 40 spilurum ef allt gengur eftir.

Óhætt er að lofa fjörugum og fjölbreyttum tónleikum. Rétt er að geta þess að allir eru velkomnir á laugardaginn. Aðgangseyri er mjög í hóf stillt, einungis 1500 krónur.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.