Verkefnastjórn mynduð um endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar

3.Nóvember'09 | 07:49

Vestmannaeyjahöfn

Bæjarstjórn samþykkti á fundi 22. okt. sl. fjárhagslega aðkomu Bæjarsjóðs Vm. að endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði þó eigi hærri fjárhæð en 150 milj. kr.
Samhliða þessu voru fundargerðir og ákvarðanir Framkvæmda- og hafnarráðs dags. 2. okt. og 21. okt. samþykktar í bæjarstjórn. Í þessari samþykkt bæjarstjórnar felst einnig að Bæjarsjóður mun hafa forgöngu um heildarfjármögnun verksins sem áætlað er um 300 millj. kr. Hlutur Vestmannaeyjahafnar verður einnig 50% miðað við þá leið sem áður var búið að samþykkja. Miðað er við að verkinu verði að fullu lokið 2010.

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að mynda sérstaka verkefnastjórn í ljósi umfangs málsins. Hópinn skipa Ólafur Snorrason, frkvstj. UFsviðs, Friðrik Björgvinsson, verkefnisstjóri, Sveinn R. Valgeirsson, frá Vm.höfn og Sigurbergur Ármannsson, fjármálstjóri Vm.bæjar. Hlutverk hópsins er að hafa hafa umsjón og eftirlit með framvindu endurbyggingar. Í því felst heimild til þess að ráða til ráðgjafar innlenda og erlenda sérfræðinga. Fulltrúar hópsins munu upplýsa Framkvæmda- og hafnaráð reglulega meðan á undirbúningi og framkvæmdum stendur og halda verkfundagerðir.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.