Verkefnastjórn mynduð um endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar

3.Nóvember'09 | 07:49

Vestmannaeyjahöfn

Bæjarstjórn samþykkti á fundi 22. okt. sl. fjárhagslega aðkomu Bæjarsjóðs Vm. að endurbyggingu upptökumannvirkja Vestmannaeyjahafnar allt að 50% af áætluðum heildarkostnaði þó eigi hærri fjárhæð en 150 milj. kr.
Samhliða þessu voru fundargerðir og ákvarðanir Framkvæmda- og hafnarráðs dags. 2. okt. og 21. okt. samþykktar í bæjarstjórn. Í þessari samþykkt bæjarstjórnar felst einnig að Bæjarsjóður mun hafa forgöngu um heildarfjármögnun verksins sem áætlað er um 300 millj. kr. Hlutur Vestmannaeyjahafnar verður einnig 50% miðað við þá leið sem áður var búið að samþykkja. Miðað er við að verkinu verði að fullu lokið 2010.

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkir að mynda sérstaka verkefnastjórn í ljósi umfangs málsins. Hópinn skipa Ólafur Snorrason, frkvstj. UFsviðs, Friðrik Björgvinsson, verkefnisstjóri, Sveinn R. Valgeirsson, frá Vm.höfn og Sigurbergur Ármannsson, fjármálstjóri Vm.bæjar. Hlutverk hópsins er að hafa hafa umsjón og eftirlit með framvindu endurbyggingar. Í því felst heimild til þess að ráða til ráðgjafar innlenda og erlenda sérfræðinga. Fulltrúar hópsins munu upplýsa Framkvæmda- og hafnaráð reglulega meðan á undirbúningi og framkvæmdum stendur og halda verkfundagerðir.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.