Með agúrku í ræðustól Alþingis

3.Nóvember'09 | 14:18

Árni Johnsen, Þjóðhátíð, Brekkusöngur

Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók með sér agúrku í ræðustól Alþingis í dag í umræðum um raforkuverð til garðyrkjubænda.
„Til að mynda eitt af því sem liggur fyrir hjá garðyrkjunni núna er að hætta að rækta íslenskar agúrkur, þær bestu í heiminum. Það munar 300 tonnum af agúrkum. Allt þinghúsið myndi rúma um 300 tonn af agúrkum. Þetta er spurning um að horfast í augu við möguleikana," sagði Árni um leið og hann dró upp agúrku til að leggja áherslu á orð sín.

Umræðan hófst á því Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi orðum sínum til Atla Gíslasonar, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Hann gagnrýndi sinnuleysi ríkisstjórnarinnar. „Á síðustu vikum hefur komið sífellt betur og betur í ljós að ekkert gerist hjá ríkisstjórninni til að koma garðyrkjunni til aðstoðar þrátt fyrir stöðugar yfirlýsingar um að málið sé í nefnd," sagði Sigurður.

Atli sagði að garðyrkjan væri hin græna stóriðja Íslands. „Það er búið að sá fyrir breytingum en uppskeran verður vonandi fljótlega. Þetta eru seinsprottnir ávextir en þeir koma."

Atli fullyrti að staðan væri erfið út af orkuframkvæmdum til álvera. Orkufyrirtækin væru skuldsett og ættu ekki fyrir nýframkvæmdum. „Samt einblína ótrúlega margir þingmenn á að reisa eina eða tvær stóriðjur í viðbót og klára rafmagnið okkar." Þá sagðist Atli vilja sjá að gerðir yrðu „Helguvíkursamningar" við garðyrkjuna þar sem veittur hafi verið 20 milljarðir í afslátt.

Árni gaf lítið yfirlýsingar Atla. „Háttvirtur þingmaður Atli Gíslason getur ekki sagt að aðgerðirnar komi bráðum. Það er að koma vetur. Maður setur ekki niður kartöflur í frosti."

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.