Góður fundur í Vestmannaeyjum

30.Október'09 | 17:07

Atli Gísla

Atli Gíslason þingmaður og svæðisfélag Vinstri- grænna í Vestmannaeyjum stóðu fyrir opnum almennum fundi í Vestmannaeyjum  miðvikudaginn 8 okt. Fundurinn var vel sóttur, málefnalegur og afar gagnlegur.
Landsmálin almennt voru trædd, farið yfir þróun stjórnmála á Íslandi frá því fyrir efnahagshruðið á síðasta ári og hvað síðan hefur gerst. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Alþingis voru ræddar hugað að framtíðarhorfum þjóðarinnar eftir þau gjörningaveður sem hún hefur og er að ganga í gegn um. Þá voru tekin til umræðu þau mál sem helst brenna á Vestmannaeyingum og öðru landsbyggðarfólki nú um þessar mundir.

Fundarmenn voru sammála um að niðurskurður í kjölfar kreppunnar mætti ekki bitna á grunnstoðum samfélagsins og fækkun starfa eða samdráttur í ýmissi opinberri þjónustu væri landsbyggðinni andsnúin og mjög vanhugsuð. Þess vegna þyrfti að standa vörð um ýmis opinber þjónustustörf á landsbyggðinni og frekar að fjölga þeim þar með nýjum verkefnum sem styrkt gætu byggðir landsins og íslenskt samfélag í heild.

Sjávarútvegsmál voru krufin og í umræðunni kom fram að mikilvægast væri að tryggja sjávarútvegsstefnu þar auðlindinni væri réttlátlega skipt og öryggi byggða landsins væri í fyrirrúmi. Þá var og farið rækilega yfir hve brýn nauðsyn væri á að sætta mismunandi sjónarmið vegna framtíðar sjávarútvegsins og væru þær sættir undirstaða þess að auðlindin gæti nýst landsmönnum með sem réttlátustum hætti og skynsamlegustum afrakstri.

Samgöngumál og öryggi í þeim voru rædd og farið yfir þá miklu möguleika sem opnast þegar ný höfn í Landeyjasandi verður tilbúin næsta sumar. Sé rétt á málum haldið getur nýja höfnin skapað ótal tækifæri á fjölmörgum sviðum, ekki síst í ferðamennsku.

Ræddir voru sérstaklega þeir möguleikar sem skapast fyrir aukna þjónustu Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum með bættum samgöngum, með því að taka við sjúklingum ofan af landi og styrkja um leið stoðir heilbrigðisþjónustunnar hér í Eyjum.

Fjölmörg önnur mál voru rædd og þar á meðal framtíðarhugmyndir um orkunýtingu til hagbóta fyrir almenning í stað þess að hugsa einungis um stóriðju sem einhverja patentlausn í öllum framtíðaráformum.

Sem fyrr segir var fundurinn góður og málefnalegur og sýnir að mörg úrlausnarefni eru framundan og full ástæða er til bjartsýni inn í framtíðina.

 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.