Sjúkraflugvél Vestmannaeyja veðurteppt

29.Október'09 | 16:19

vestmannaeyja Vestmannaeyjabær Heimaklettur

Sjúkraflugvél sem útveguð var til að sinna sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum á dögunum er föst á meginlandinu vegna þoku. Vélin mun hafa farið í skoðun í gær og átti að snúa aftur til Eyja eftir það.

Sjúkraflugið hefur verið í uppnámi undanfarið eftir að DV greindi frá því að Eyjamenn væru án sjúkraflugvélar þar sem engar flugvélar Flugfélags Vestmannaeyja væru með lofthæfisskírteini. FV hefur sinnt sjúkraflugi frá 1. apríl í fyrra.

Flugfélag Vestmannaeyja gerði samkomulag við flugfélagið Mýflug um sjúkraflugið eftir að DV greindi frá málinu í byrjun október. Heilbrigðisráðuneytið gerði athugasemd við stöðuna þar sem flugfélagið fær ennþá greitt frá ríkinu en má ekki fljúga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja lýsti sömu leiðis yfir þungum áhyggjum af stöðunni við DV á dögunum.

Ekki horfin, bara veðurteppt
Áhyggjufullur íbúi í Eyjum hafði samband við DV þar sem hann óttaðist að aftur væri orðið sjúkraflugvélalaust í Eyjum þrátt fyrir neyðarsamkomulagið sem gert var.

Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, lét athuga málið eftir fyrirspurn DV í dag og fékk þau svör að vélin hefði farið til skoðunar í gær en sé nú í biðstöðu vegna þoku og súldar þar sem ekki sé flugfært til Eyja.

„Þetta er eitthvað sem alltaf getur komið upp, ef hún hefði farið í sjúkraflug í gær hefði sami hlutur komið upp," segir Gunnar.

Valgeir Arnórsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Vestmannaeyja, segir ekkert að óttast fyrir íbúa bæjarins. Ef til sjúkraflugs kemur áður en vélin skilar sér verði send þyrla.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.