Nýr þjálfari hefur hafið störf hjá Körfuknattleiksfélagi ÍBV

28.Október'09 | 12:10

Körfubolti karfa minnibolti

Síðastliðin fimmtudag kom nýr þjálfari félagsins til landsins en hann kemur frá Svartfjallalandi og heitir Nenad Musikic. Nenad er 43 ára gamall og hefur 21 árs reynslu af þjálfun og hefur komið víða við á ferlinum.
Hann hefur meðal annars þjálfað eitt tímabil hjá Breiðablik og náði þar frábærum árangri með nokkra yngri flokka félagsins og meistaraflokk kvenna. Nenad mun sjá um þjálfun eldri flokka ÍBV, meistaraflokks, drengjaflokks, 10. flokks og 8. flokks. Auk þessa mun hann verða Júlíusi Ingasyni og Kristjáni Tómassyni, þjálfurum yngstu flokkanna, til aðstoðar eins og hægt er. Æfingatöflu yngri flokka og meistaraflokks má sjá á heimasíðu félagsins www.ibvkarfa.net . Þar má líka finna upplýsingar um æfingagjöld en Körfuknattleiksfélag ÍBV hefur lagt áherslu á að koma til móts við bæjarbúa með lágum æfingagjöldum í ljósi bágrar stöðu efnahagslífsins.

Stjórn félagsins vonast til koma Nenads til Vestmannaeyja muni efla enn frekar gott starf félagsins í gegnum árin og styrkja undirstöðuþekkingu iðkennda á körfuknattleiksíþróttinni.

Fyrsti leikur meistaraflokks karla undir stjórn nýs þjálfara verður næstkomandi sunnudag klukkan 14 í íþróttamiðstöðinni en þá tekur liðið á móti b-liði Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins. Að sjálfsögðu eru allir hvattir til að mæta og sýna okkar mönnum stuðning í verki.

 

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.