Prentsmiðjan Eyrún 65 ára

26.Október'09 | 16:45

Gísli Foster

Já í gær varð prentsmiðjan 65 ára, ótrúelgt en satt, já og alltaf með sömu kennitöluna. Þetta eru mörg ár í lífi fyrirtækis. Þegar prentsmiðjan var 30 ára þá gáfu menn út bækling í tilefni afmælissins og í honum stóð eftirfarandi.:
Prentsmiðjan Eyrún hf. Vestmannaeyjum Þrjátíu ára menningar- og þjóðþrifastarfsemi

Ekki löngu eftir síðustu aldamót kom fyrsta prentvélin til vestmannaeyja. Var hún keypt notuð og að sjálfsögðu ekki fullkomin á nútíma mælikvarða. Þó gekk hún kaupum og sölum hér í bær, auk þess sem aðrar prentvélar af svipaðri gerð voru starfræktar hér tíma og tíma, þó því nær eingöngu á vegum stjórnmálaflokka.

Á árunum upp úr 1940 var aðeins ein prentsmiðja starfrækt hér í bænum, sem heita mátti að bundin væri einum stjórnmálaflokki, þýddi það í reynd að blöð annarra flokka urðu að leita til Reykjavíkur um prentun.

Til þess að ráða bót á þessu ófremdarástandi tóku nokkrir menn sig saman og stofnuðu með sér félafsskap um prentsmiðjurekstur, hinn 25. október 1944, undir nafninu Prentsmiðjan Eyrún hf. Stóðu að þessu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, verkalýsfél. og nokkrir einstaklíngar.

Var síðan unnið að því að koma stafseminni á laggirnar, panta vélar, tæki og pappír og ráða fólk til starfa. En húsnæði hafði prentsmiðjunni verið fengið á Heimagötu 15.

Fyrstu stjórn prentsmiðjunnar skipuðu þessir menn: Gísli Gíslason formaður, SveinnGuðmundsson, Sigurður Guttormsson, Magnús Bergsson og Einar Guttormsson.

Prentsmiðjustjóri var þegar í upphafi ráðinn Gunnar Sigurmundsson. Nú hefur þetta fyrirtæki starfað í hér í þrjátíu ár, ekki með hagnaðarvonina að leiðarljósi heldur sem menningarsamtök á vegum þeirra sem staðinn byggja.

Í eldsumbrotunum eyðilögðust vélar smiðjunnar, tæki og allar aðrar eignir. Þrátt fyrir þetta lét stjórn fyrirtækisins sér aldrei tilhugar koma að gefast upp eftir að séð varð að aftur yrði byggilegt í Vestmannaeyjum. Sýndi stjórnin það í verki með því að opna prentsmiðju sína hér með nýjum og fullkomnum vélum, sem sjá má af þessu blaði. Ber það með sér, að hér stendur hvorki prentun né annar frágangur í neinu að baki því, sem á þessu sviði er best unnið í prentsmiðjum þessa lands.

Stjórn prentsmiðjunnar skipa nú: Gísli Gíslason formaður, Einar Guttormsson, Garðar Sigurjónsson, Guðrún Sveinbjarnardóttir og Gunnar Sigurmundsson.

Öll þessi þrjátíu ár, sem liðin eru frá stofnun prentsmiðjunnar, hafa framkvæmdir að mestu hvílt á tveimur mönnum, Gísla Gíslasyni, formanni stjórnarinnar, og Gunnar Sigurmundssyni prentsmiðjustjóra.

En nú var annars nokkuð vit í því að vera að kaupa til Vestmannaeyja dýrsustu og fullkomnustu prenttæki, eftir náttúruhamfarirnar, er íbúum bæjarins hefur fækkað svo mjög?

Stjórn fyrirtækisins hefur verið bjartsýn og trúir á framtíð þessa byggðarlags, og treystir því jafnframt, að Eyjamenn vilji ekki hverfa til baka að því ófremdarástandi, sem hér ríkti áður og minnst hefur verið á, heldur muni þeir hver og einn gera sitt til að hlúa að þeim menningarverðmætum, sem þeir eiga best.

Þó við séum ósammála um marga hluti erum við sammála um það, að standa vörð um þá þætti menningarinnar, sem okkur eru dýrmætastir. Og þess vegna, kæru samborgarar, mun Prentsmiðjan Eyrún treysta á þroska ykkar og eiga sér langa og glæsta framtíð.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.