Kristín Erna Sigurlásdóttir verður áfram í ÍBV

26.Október'09 | 22:29

ÍBVkvenna

Framherjinn Kristín Erna Sigurlásdóttir verður áfram í herbúðum ÍBV þrátt fyrir að flest félög í efstu deild hafi reynt að fá hana til liðs við sig eftir að tímabilinu lauk.
Kristín Erna hafði heyrt í flestum félögum í efstu deild og var einni leikmaður ÍBV sem átti eftir að taka ákvörðun um framtíð sína. Hún tilkynnti félaginu svo í kvöld að hún ætli að leika áfram með ÍBV í 1. deildinni næsta sumar og hafna þar með efstu deildar félögunum.

Jón Ólafur Daníelsson þjálfari liðsins staðfesti þetta við Fótbolta.net í kvöld en hann sagði að Kristín Erna hafi gert tveggja ára samning við félagið sem er uppsegjanlegur eftir eitt ár. Hún skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum í sumar auk fjögurra bikarmarka í þremur leikjum.

ÍBV var gríðarlega sterkt í 1. deildinni í sumar og sló tvö lið úr efstu deild út úr VISA-bikarnum, GRV og Aftureldingu/Fjölni. Liðið lék svo í undanúrslitum 1. deildar gegn FH en tapaði þar óvænt og missti þar með af sæti í efstu deild.

Margir efnilegir leikmenn eru í liðinu og voru eftirsóttir af liðum í efstu deild en eftir að einn þeirra, Þórhildur Ólafsdóttir fyrirliði ákvað að vera áfram tóku aðrir leikmenn ákvörðun um það sama, nú síðast Kristín Erna í kvöld.

Jón Ólafur sagðist ætla að styrkja liðið fyrir komandi leiktíð og að liðið vanti markvörð til að veita núverandi markverði samkeppni enda aðeins einn markvörður. Þá muni hann líka þreifa fyrir sér eftir örlítið meiri liðsstyrk.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.