Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir skerðingu á löggæslu í eyjum

26.Október'09 | 07:59

Lögreglan,

Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir harðlega öllum hugmyndum sem fela í sér skerðingu á löggæslu í Vestmannaeyjum og þar með talið hugmyndum um að stjórnun löggæslumála í Vestmannaeyjum verði flutt frá Eyjum.
Greinagerð:
Bæjarstjórn Vestmannaeyja mótmælir því harðlega að áfram skuli haldið með þá fáheyrðu hugmynd að sameina lögregluumdæmi landsins og gera þau 6 í stað þeirra 15 sem nú eru. Í slíkum hugmyndum er fólgið að stjórn lögreglunnar í Vestmannaeyjum færi undir sameinað embætti á Suðurlandi öllu.

Þótt ótrúlegt sé sér Bæjarstjórn Vestmannaeyja sig tilneydda til að benda ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra á landfræðilega sérstöðu Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar eru Eyja, sem oft er ekki í neinum samgöngum við meginlandið. Hér koma válynd veður og stórsjór sem einangrar samfélagið oft sólarhringum saman. Undir jafnvel kjöraðstæðum liggja samgöngur við Vestmannaeyjar algerlega niðri ráðandi hluta sólarhringsins. Öllum sem kynna sér málið er ljóst að af boðaðri sameiningu er ekki sparnaður og í henni er ekki að finna samlegðaráhrif. Eingöngu fólki sem ekki þekkir til staðhátta dettur í hug að lögreglumenn fari milli lands og Eyja í vinnu sinni eða að yfirmaður þeirra geti verið staðsettur á stað sem getur tekið tíma að ferðast til.

Það er mikilvægt fyrir ráðamenn og ráðgjafa þeirra að hafa hugfast að staða lögreglustjóra í Vestmannaeyjum er ein af lykilstöðum samfélagsins þegar vá steðjar að. Lögreglustjóri er jafnframt yfirmaður almannavarna. Hann stýrir öllum aðgerðum og undirbúningi allra öryggismála fyrir þjóðhátíð, goslokahátíð, þrettándagleði, Shellmóts og fleira. Hann er ábyrgur fyrir samstarfi allra þeirra aðila sem veita bráðaaðstoð í margskonar vá allt frá eldgosi yfir til heimsfaraldurs innflúensu. Lögreglustjóri fer með ákæruvaldið og hann stýrir löggæslu í einangruðu nær samfélagi. Það er algerlega fráleitt að allt þetta og meira til sé mögulegt að gera á markvissan máta af embættismanni á fastalandinu sem ekki tengist samfélaginu og hefur ekki þekkingu á staðháttum. Dugi ekki þessi faglegu rök skal ráðamönnum og ráðgjöfum þeirra bent á að aldrei hefur verið sýnt fram á sparnað af þessum hugmyndum, heldur þvert á móti myndu þessar hugmyndir valda auknum kostnaði fyrir íslenska ríkið og það á tímum sparnaðar.
Elliði Vignisson (sign.)
Gunnlaugur Grettisson (sign.)
Guðlaugur Friðþórsson (sign.)
Kristín Jóhannsdóttir (sign.)
Páley Borgþórsdóttir (sign.)
Páll Scheving Ingvarsson (sign.)
Páll Marvin Jónsson (sign

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.