Ferðaþjónusta fatlaðra og aldraða boðin út að nýju

21.Október'09 | 11:09

Vestmannaeyjar Vestmannaeyjabær

Í september voru opnuð tilboð í ferðþjónustu fatlaðra og aldraða á vegum Vestmannaeyjabæjar og var einungis eitt tilboðið lagt fram í þessa þjónustu.

Fyrirtækið Eyjaklettur sem séð hefur um þessa þjónustu síðustu ár bauð í verkið og var tilboð þeirra töluvert hærra en kostnaðaráætlun Vestmannaeyjabæjar gerði ráð fyrir.

Fjölskyldu og tómstundaráð fól framkvæmdastjóra sviðsins að leita nýrra leiða varðandi þessa þjónustu og að undanförnu hefur bærinn séð sjálft um þessa þjónustu. Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær var ákveðið bjóða aftur út þessa þjónustu eftir að nokkrir aðilar hafi falast eftir því að taka þjónustuna yfir frá Vestmannaeyjabæ. Ráðið fól framkvæmdastjóra að auglýsa útboðið að nýju.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.