Mikilvægt að hefja undirbúning að smíði nýrrar ferju hefjist sem fyrst

20.Október'09 | 12:36

Bakkafjöruferja

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október síðastliðinn og ályktaði þingið meðal annars um samgöngumál Vestmannaeyja.

 

Land-Eyjahöfn og ný Vestmannaeyjaferja

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október 2009, bendir á mikilvægi þess að undirbúningur að smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju hefjist sem fyrst. Ljóst er að frátafir verða meiri á siglingum á meðan núverandi Herjólfur verður í ferðum á milli Vestmannaeyja og nýrrar hafnar. Grundvallaratriði er að möguleikar til stórbættra samgangna við Vestmannaeyjar verði nýttir til fulls. Ársþingið leggur jafnframt áherslu á að tímasetningar vegna framkvæmda við Land-Eyjahöfn standi en áætlað er að fyrsta ferð Herjólfs um höfnina verði farin 1. júlí á næsta ári. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að staðið verði við þá áætlun um gjaldskrá og ferðatíðni sem kynnt hefur verið.

 

Flugsamgöngur til Vestmannaeyja

Ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, haldið á Höfn í Hornafirði 15. og 16. október 2009, leggur þunga áherslu á að ekki verði horfið frá þeirri stefnu samgönguyfirvalda að tryggja flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Þörf eyjasamfélags eins og Vestmannaeyja fyrir traustar flugsamgöngur verður áfram mikil þótt samgöngur á sjó verði bættar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is